Komið þið sæl…eftirfarandi er smá hugleiðing um einokunaraðstöðu Flugleiða á íslenskum markaði.

Stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Ryanair, lagði um daginn inn pöntun upp á 100 stk. Boeing þotur.
(http://www.guardian.co.uk/airlines/story/0,1371,638627,00.html)

Þetta er í samræmi við þá staðreynd að lággjaldaflugfélög eru að raka inn seðlum, meðan stóru “okurfyrirtækin”, svo sem British Airways, American Airlines og Flugleiðir eru að tapa grimmt. Sem dæmi um tölur:

Hágjaldaflugfélögin:
British Airways (-18% í farþegum / Nóvember, 2001)
American Airlines (1.8 billjón dollara tap, 2001)
Flugleiðir (Samdráttur í farþegum, tölur óljósar)

Lággjaldaflugfélögin:
EasyJet (39% aukning í farþegum).
Go (63% aukning í farþegum árið 2001, miðað við árið 2000).
Ryanair (Er að fara að splæsa í þotur fyrir 9.1 billjón dollara, segir það ekki allt sem segja þarf?).

Í ljósi þessa hlýtur maður að spyrja; hvað gengur mönnum til að útiloka Go flugfélagið frá Íslandi, með tvö- til þreföldum lendingar- og þjónustugjöldum? Hver ber ábyrgðina? (Hér er ég að vísa í fréttir frá 23. jan, varðandi það að GO ætlar ekki að fljúga til Íslands í sumar).

Nú eru Flugleiðir með einokunarmarkað á íslensku flugi og hafa misnotað þá aðstöðu grimmilega síðustu ár t.d. með því að stórhækka miðaverð á þeim tímum sem Íslendingar erlendis sækja oft heim til fósturjarðarinnar. Á síðustu 2 árum hafa GO flogið með 60.000 manns til og frá Íslandi.

Ætla menn sem ráða þessum málum virkilega að svipta Íslendinga gjaldeyristekjum af GÓÐUM slatta túrista, til að viðhalda einhverjum aumum gjöldum (sem þeir n.b. missa hvort sem er því flugfélagið ætlar ekki að láta bjóða sér slíka vitleysu). Þess ber að geta að þessi tala 60. þúsund farþegar, mun líklega hækka verulega í ljósi fjölgunar farþega hjá félaginu (63% aukning).

Flugleiðir ættu hugsanlega að fara að horfa á hverskonar flugfélög eru að græða og reyna að læra eitthvað af þeim. Þeir virðast halda að endalaust sé hægt að spenna fargjöldin upp, það er þeirra leið. Fá örfáa farþega, en svína nógu grimmilega á þeim. Af hverju ekki að fá inn tekjurnar á fjöldanum, lægri gjöld, fleiri farþegar?
Eitt er víst. Ég mun ekki leggja land (og sjó) undir fót í sumar. Ég versla ekki við Flugleiðir og sit því heima. Færu þeir að hugsa gætu þeir hinsvegar fjölgað ferðum mínum með þeim, úr 0 á ári upp í 2 - 3. Hvort ætli skili meiri hagnaði?

0 ferðir á 40.000 (Flugleiðir fá 0 kr.)
3 ferðir á 20.000 (Flugleiðir fá 60.000)

Okey…ég veit að þetta er einföldun, en verða menn ekki aðeins að fara horfa á hvað er að virka annarstaðar?

Að síðustu, 2 spurningar:
1. Veit einhver á hvaða stigi umræðan er um lággjaldaflugfélagið sem átti að stofna á Íslandi? (Síðast þegar ég vissi voru þeir að bíða eftir leyfi stjórnvalda og voru búnir að bíða lengi).
2. Veit einhver hver ákvarðar lendingar- og þjónustugjöld á Keflav. flugvelli? (Ég vona að Flugleiðir séu ekki á hinn minnsta hátt tengdar þeim aðilum…annars verð ég óður af hneykslan).

Kveðja.