Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti bandarískum hermálayfirvöldum í gær að hann hyggst biðja þingið um mestu aukningu í fjárframlögum til varnarmála frá því á fyrsta kjörtímabili Ronalds Reagans (1980-1984) eða í um 20 ár)

Umrædd aukning nemur 379 milljörðum dollara (tæpar 40 billjónir króna - 40.000.000.000.000 kr.) og á að ná fram á næsta ár, 2003. Um er að ræða 14% aukningu á framlögum til varnarmála miðað við núverandi útgjöld.

Bush sagðist í ræðu fyrir skömmu vera reiðubúinn að eyða hverju sem það kosti, og gera hvað sem er, til að uppræta hryðjuverk í heiminum og verja Bandaríkin. Bush sagði ennfremur að þeir sem sæu um fjárframlög til varnarmála yrðu að gera sér grein fyrir að stríðið gegn hryðjuverkum lyki ekki í Afghanistan. Mikið álag væri á hermönnum Bandaríkjanna og þannig yrði það ennfremur áfram á meðan að þetta stríð stæði yfir.

Þó menn virðast vera sammála um að auka framlög til varnarmála, burtséð frá því hvar menn standa í flokki, er deilt um hversu mikil aukningin eigi að vera. Einkum þykir mörgum demókrötum upphæð Bush allt of há. Demókratar eru þó varfærnir í að gagnrýna forsetann og hafa verið það alveg síðan 11. september.

Hugmynd Bush er að hefja algera enduruppbyggingu bandaríska hersins, en það var eitt af kosningamálum Bush. Hugmyndir forsetans eru þó miklu umfangsmeiri en þingið hafði gert ráð fyrir. Sagði Bush að hann vildi eyða meiri fé í hluti eins og eldflaugavarnir, ómannaðar flugvélar (bæði til könnunar- og árásarflugs), svokallaðar “smart bombs”, hátæknitækni fyrir landhernað o.fl., en öll þessi tækni hefur einmitt verið mikið notuð í stríðinu í Afghanistan ef undan er skilið það fyrst nefnda. Að auki er síðan hugmyndin að hækka launagreiðslur til hermanna töluvert.

Hvernig líst mönnum svo á þetta fyrirhugaða uppátæki Bush?

Kv.

Hjörtur


Heimild:
http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/articles/A25580-2002Jan23.html
Með kveðju,