Í Beirut í gær sprakk bílasprengja með fjóra menn innanborðs. Þeir voru Elie Hobeika og þrír lífverðir hans. Elie Hobeika er frægur fyrir að hafa stjórnað stórum samtökum kristinna Lebana á meðan 15 ára borgarastyrjöld stóð yfir í Lebanon. Hann er einnig talinn hafa verið sá sem stjórnaði fjöldamorðunum í Palestínsku flóttamannabúðunum Sabra og Shatila í Beirut árið 1982. Eins og frægt er orðið hér á Huga.is þá er Ariel Sharon undir ákærum fyrir að hafa verið óbeint valdur að fjöldamorðunum þar þar sem hersveitir sem hann stjórnaði og umkringdu flóttamannabúðirnar gerðu ekkert til að stöðva fjöldamorðin.

Hobeika sagðist í fjölmiðlum rétt fyrir áramót að hann væri ekki sekur um að hafa stjórnað fjöldamorðunum og að hann væri tilbúinn til þess að gerast vitni varðandi þátt hans í þeim sem og annarra. Hann var jafnvel tilbúinn til þess að fara fyrir rétt í Belgíu.

Dauði hans er hinsvegar ekki tilviljun ein í tímasetningu. Það vill svo til að dómstóllinn í Haag mun ákveða það 6 mars hvort að sækja eigi Sharon til saka fyrir meinta aðild hans að þessum fjöldamorðum.

Spurningin kemur því upp, átti Sharon einhverja aðild að morðinu á Hobeika. Ég hef náttúrulega engar sannanir en mér þykir tímasetningin nokkuð tilviljanakennd.

Þessi grein er skrifuð eftir ´frétt á cnn.com.

greatness.