Ég hef búið og ferðast mikið, bæði hérlendis og utan. Það sem mér bregður oft mest við þegar ég kem hér heim frá utanlandsferðum er hvernig afgreiðsla er í búðum og matsölustöðum.
Á flestum stöðum sem ég hef komið til í útlöndum (ég segi nú ekki öllum en flestum) þá er afgreiðslu ekki lokið í búðum fyrr en varningurinn er kominn ofan í pokana (hvort sem afgreiðslumaðurinn/stúlkan aðstoði mig við að koma öllu ofan í eða sér starfsmaður raði ofaní. Síðast þegar ég kom til landsins var ég ekki fyrr komin í fríhöfnina og afgreiðslukonan hrúgar vörunum mínum í hornið á borðinu og kveður um leið og ég er búin að borga, vörurnar mínar lágu enn á borðinu hennar og ég varð að gjöra svo vel að drífa mig að setja þær í poka því hún var stax byrjuð að afgreiða næsta mann og henti vörunum í átt að mínum vörum.
Nokkrum dögum seinna fór ég með móður minni í innkaup í marvöruverslun hér á landi það var unglingspiltur við kassann að afgreiða okkur, þegar hann var búinn að renna okkar vörum yfir kassann þá var borðið fullt og hann farinn að afgreiða næsta mann á meðan við tvær vorum að reyna að koma vörunum í poka. Afgreiðsludrengurinn reyndi að koma vörum næsta manns fyrir á borðinu með því að ýta okkar vörum frá (með þeim afleiðingum að nokkrar vörur sem við vorum nýbúnar að borga fyrir eyðilögðust (en auðvitað skipti það afgreiðsludrenginn engu máli, við vorum búin að borga og okkar velferð eða velferð varanna skipti greynilega engu máli)).
Því miður verð ég að vera enn neikvæðari og rifja upp atvik sem gerðist aðeins í dag: Ég fór á kaffihús niður í bæ með nokkrum vinkonum og við pöntuðum okkur kökur og kakó/kaffi. Við þurftum að bíða í 20 mínútur þar til að hluti af drykkjunum kom á borð, 10 mínútur í viðbót eftir kökunum og 5 meira fyrir restina af drykkjunum. Jújú það leit út fyrir að vera mikið að gera, en ég sá nú ekki betur en að flestir starfsmenn voru unglingar í sumarvinnu sem höfðu meiri áhuga á því að tala saman en afgreiða.
Þessu hef ég aldrei lent í í útlöndum, þar nota margir staðir slagorð á við “customers always come first!” og það er greinilegt að þeir fari eftir þeim.

Ég er unglingur og ég skil hvernig það er í sumarvinnu og það er erfitt að halda sér við efnið, hinsvegar finnst mér að staðir sem ráða unglinga í vinnu eigi alltaf að upplýsa þá um mikilvægi þess að passa upp á það að kúnninn sé ánægður (ég ætla ekki aftur á þetta sama kaffihús).