9-10 milljarðar í jarðgöng á Norður og Austurlandi þar sem reiknað er með ca 350 bílum á sólahring að meðaltali. Þessum framkvæmdum á að vera lokið árið 2008. Er skattpeningum okkar vel varið? Nýju gatnamótin Reykjanesbraut/Breiðholtsbraut kostuðu 1 milljarð. Við gætum byggt 10 mislæg gatnamót fyrir þennan pening. Um gatnamót höfuðborgarinnar fara fleiri þúsund bifreiðar dag hvern og slysatíðnin er mjög há. Gatnamót eins og Miklubraut/Kringlumýrarbraut eru ekki komin á áætlun en þrátt fyrir að vera hættulegustu gatnamót landsins og kosta þjóðfélagið ómælt fjármagn í tjónum á eignum og fólki. Finnst þér lesandi góður rétt að skattpeningum þínum sé eytt í jarðgangnagerð fyrir 350 bíla á sólhring? Ef þú mættir velja hvort myndir þú vilja fá jarðgöngin eða tvöfalda Reykjanesbraut, tvöfaldan Vesturlandsveg upp að Mosfellsbæ, og 4 mislæg gatnamót í Reykjavík? Kostar það sama.