Mikið hefur verið rætt um rasisma í kjölfar hryðjuverkaárásana á Bandaríkin og herför Bandaríkjanna á Afganistan. Menn hafa skiptar skoðannir um hvað sé mannúðlegt og hvenær það er farið yfir þau mörk og út í rasisma. En hvað er rasismi? Hvernig skilgreinum við rasisma?

Persónulega hef ég enga trú á orðinu rasismi lengur einfaldlega vegna ofnotkunar og vegna rangar skilgreiningar (að mínu áliti). Heitast í umfjölluninni í dag er hvort Íslam trúin sé rasismi eða hvort við séum rasistar fyrir að skilja ekki þá trú. Ég hef alltaf viljað og mæli eindregið með að menn þurrki þetta orð út þegar rætt og rifist er um trúarbrögð. Það sem menn þurfa að skilja er að á meðan allar þessar trúr eru í gangi þá komu upp ágreiningsefni sem eru óumflýjanleg. 5 menn með mismunandi trúarskoðanir sem settir eru saman í hóp að ræða um ýmis efni munu ekki komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvert einasta málefni, og þannig er það bara.

Ég man eftir því þegar ég heyrði orðið rasismi í fyrsta sinn. Þá var verið að ræða um hvort svertingjar áttu erfitt uppdráttar í nútíma samfélagi. Það var í tísku þá. Ef þú fílaðir ekki svertingja og skildir ekki myndir eins og “Boys in the Hood” þá varstu rasisti. Þá var orðið rasisti tengt því að allir menn ættu að vera jafnir þrátt fyrir uppruna og húðlit. Og er það ekki málið, snýst ekki rasismi einmitt um það? Þeir sem eru rasistar eru þeir sem kúga niður og tala illa um aðra sem eru af öðru sauðshúsi(ef mér leyfist að nota það orð) en þeir, en ekki af því að þeir (hinir kúguðu) eru með aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Umræðan í dag aftur á móti fjallar um trúarbrögð og þá erum við komin yfir í allt aðra sálma. Menn með mismunandi skoðarnir munu á endanum komast á stað í umfjölluninni þar sem þeir eru ekki sammála, alveg eins og pólitíkusar. Ekki eru þeir rasistar því þetta eru einfaldlega menn með skiptar skoðarnir.

Ég neita því ekki að mikill rasismi hefur verið í gangi í umræðunni um Íslam. Þar hafa verið menn að gagnrýna arabana bara út af því að þeir eru “sandnegrar”, “illa rakaðir kamelhömparar” og fleira. Auðvitað munu alltaf slíkir menn koma af stað neikvæðri umræðu sama hvert umfjöllunarefnið sé. Það er bara okkar að greina þá frá öðrum og bendla ekki alla við þá. Það er einmitt vandamálið sem við stríðum við í dag. Það er einmitt útaf þessum mönnum að allir sem eru ekki fylgjandi Íslam séu rasistar.

Ég ætla ekki að fara að skilgreina rasisma út í æsar hér en mér finnst að einhver umræða verði að eiga sér stað því þetta mál hefur gengið allt of langt. Það er ekki hægt að bendla alla við rasisma einfaldlega á þeirra skoðunum. Við verðum að komast að því afhverju þeir eru með þessar skoðanir!