Ég hlýddi á sjónarmið Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl, í Kastljósi í kvöld og get ekki annað en tekið undir það hve illa er komið í réttarþróun hér á landi þar sem lagasetning og þynging refsidóma í fíkniefnabrotum er þannig orðin að ekki lengur virðist finnanlegar forsendur til þess að dæma höfuðpaura heldur eru
“ bakarar hengdir fyrir smiði ” svo sem svokölluð burðardýr, og
samræmi í dómum varðandi líkamsárásir, og nauðganir talið léttvægt miðað við ofuráherslur löggjafans til þess að henda fíkniefnafábjánum í fangelsi.

Sem sagt örfá ár eða kanski bara nokkrir mánuðir fyrir að nauðga konu og berja sundur og saman, sem ef til vill kann að hafa af ævilöng örkuml eftir.

Ef líkamstjón hvers konar, sem einn maður kann að valda öðrum er ekki metið sem glæpur ofar öðrum glæpum í siðmennntuðu samfélagi, þá hefur siðmenntun hnignað mjög að mínu mati.

Þætti fróðlegt að heyra ykkar álit.

kveðja.
gmaria.