Eins og ég hef sagt áður þá hefur engin stjórnmálahreyfing á síðari árum vakið eins mikinn viðbjóð hjá mér eins og Samfylkingin á síðustu missirum, og mun ég nú taka fyrir einstaka ráðherra í gagnrýni minni.

Byrjum á Ingibjörgu; Hún heldur áfram með þetta skelfilega verkefni sem “meglomaniackinn” Halldór Ásgrímsson byrjaði, þ.e. um sókn okkar í Öryggisráðið. Og nú er að koma í ljós að það er verið að beita ýmsum vafasömum aðferðum til að ná í atkvæði, jafnvel verið að “versla” með þróunaraðstoð. En það sem er enn verra er þegar hún sendir fulltrúa ráðneytisins í laumi til Írans og segir svo að það sé til að hjálpa milljarða fyrirtækinu Actavis að selja lyf ! Er þetta forsvaranlegt á sama tíma og Vesturlönd eru að tala um viðskipaþvingangir á þá og þegar allir sem vilja vita að þarna er verið að fiska eftir atkvæðum frá landi þar sem fólk er tekið af lífi með því að henda í það grjóti !

Svo er það öskurapinn Össur sem þarf svo mikið að tjá sig en passar sig ekki á því að skrifa heima fullur á kvöldin og lætur frá sér hluti sem allstaðar annarsstaðar en á Íslandi þyrfti að segja af sér á eftir. Þessi annars óvitlausi kjaftaskur sem kann að skrifa og grínast hafði ekki þann manndóm í sér að biðjast afsökunar á skrifum sýnum um Gísla Martein en færslan bara hvarf og enginn þóttist vita hvernig það gerðist, ég segi bara “come on” á maður að trúa því að Össur hafði ekkert með það að gera ?

Svo er það skoffínið Björgvin viðskiptaráðherra, hvernig getur svona drengstauli fengið þetta embætti ? Þetta er fulltrúi “fimmtu herdeildar” Evrópusambandsins og bæði dreymir um og bíst við feitu embætti í Brussel fyrir að standa í þessari baráttu. Hann talar niður gjaldmiðil landsins sem einhvertímann hefði þótt landráðssök, en eins og í mörgu þá virðist allt mega á Íslandi, en þessi maður er bara fífl sem lendir á öskuhaugum sögunnar.

Svo ætlaði ég eitthvað að tala um kellingar greyið og lopapussuna sem er Umhverfisráðherra, það er búið að valta yfir hana og nú er hún að þykjast standa eitthvað upp í hárinu á virkjana og álverssinnum og allir hata hana fyrir það. Af hverju sleppir hún þessu ekki bara, það vita allir að þetta er bara einhver pappírs sýndarmenska þessar virkjanir og álver verða byggð af þvi að fólkið vill það.

Og þá er ekki að tala um Björk of álfana hennar, heldur alvörufólk sem býr á þessum stöðum og vill búa þar áfram.