Landsbyggðareyðsla Síðastliðið sumar fór ég í ferðalag um Vestfirðina. Það er ekkert nema gott um það að segja, Vestfirðirnir eru auðvitað fallegir og allt það en á meðan ég sat þarna í bílnum keyrandi gegnum göng, meðfram steinbindingarnetum og snjóflóðavarnargörðum fór ég að pæla í einu. Afhverju er verið að eyða miljörðum í eitthvað sem kemur ekki nema littlum hluta þjóðarinnar að gagni.

Byrjum á Flateyri, þar varð hræðilegt snjóflóð fyrir nokkrum árum þar sem nánast öll byggðin þurkaðist út. Þrátt fyrir það fluttist fólk þangað aftur, byggði ný hús og vildi snjóflóðavarnir. Þær fengu þeir og það engar smá varnir. Þetta er langur varnargarður allt að 20 metrar á hæð fyrir ofan byggðina. Auk þess er eitt hús sem er aðeins frá hinni byggðinni en fyrir utan garðinn, þar hefur verið reistur sér garður, með sömu hæð (Þetta hús er hús þingmanns). Þessir garðar hafa nú kostað sitt og en þeir þjóna eingöngu 300 íbúum. Ef þetta hefur t.d. kostað einn miljarð þýðir það að ríkið er að borga rúma þrjá miljarða fyrir hvern íbúa þarna.

Annað dæmi er Óshlíðin þar eru dýrar varnir til varnar grjóhruni og keyrir t.d. maður frá vegagerðinni þar á hverjum morgni og týnir upp steina. Þar er Háskólinn líka með marga mæla til að gera vegagerðinni viðvart ef eitthvað gerist. Í Bolungarvík búa 1000 íbúrar, sem að mér finnst alveg í minnsta lagi fyrir svona tilstand.

Á meðan peningum er eytt í svonalagað er verið að draga það á langinn að tvöfalda Reykjanesbrautina sem er margfallt meira notuð en þessi vegir til samans og veldur líklega jafn mörgum slysum á fólki.

Nú á þessi grein ekki að vera ádeila á landsbyggðina ég hef ekkert nema gott um hana að segja og gæti vart hugsað mér að lifa hérna á Íslandi ef eina vitsmunalífið væri í Reykjavík. Það sem ég er að reyna að fá fram er það að vera ekki að híma einn úti í horni, í bráðri lífshættu og vera svo að heimta peninga til að bjarga sér. Frekar væri að smala fleirum í færri stóra kjarna, þar mætti eyða peningum í varnir. Smábýlistkjörnum á Vestfjörðum hef ég heldur ekkert meira á móti en á öðrum landshlutum þó að öll dæmin séu þaðan.