Við lifum í lýðræðislegu kristnu samfélagi.

Við lifum í samfélagi sem að byggir á boðorðunum tíu, gullnu reglunni, umburðarlyndi og við verndum náungann.

Við lifum í þjóðfélagi sem að leyfir öllum að tjá sig, allir mega hafa og segja sínar skoðanir og allir sem hafa náð aldri geta farið í framboð og haft áhrif á landsmálin.

Svona er þetta um alla Evrópu í dag.

Á sama tíma í löndum á við Saudi Arabíu er bannað að konur sýni svo mikið sem bera leggi.

Allt, þar á meðal geisladiskahulstur eru ritskoðuð til að tékka á hvort myndirnar séu “í lagi”.

Í verslunargluggum eru mjög oft skilti sem á stendur:“Dogs and women not allowed.”

Það er bannað að hafa krossa og önnur kristin tákn.

Á sama tíma byggja múslimar moskur á vesturlöndum.

Á sama tíma gagnrýna þeir múslimar sem búa hér á vesturlöndum okkur fyrir að vera óumburðarlynd og ósanngjörn.

Ég verð að segja fyrir mitt leiti að í mér togast á umburðarlyndið og réttlætisttilfinningin, mér finnst þetta óréttlátt.

Ég á við að þjóðfélagið skaðast.

Þetta eru náttúrulega grimmir fordómar ef tekið úr samhengi en ég ætla að reyna;

Ef við tökum þjóðfélagið eins og það var á áttunda og níunda áratugnum þá vorum við “bara” íslendingar, komnir af skandinavískum víkingum og þrælum (oftast frá Bretlandseyjum).

Í dag er öldin önnur; íslendingur í dag getur verið landflótta Afgani.

Þjóðfélagið er orðið fjölbreyttara, gildin eru orðin fjölbreyttari, landamærin eru að rofna og stríð eru meira komin í þann farveg að kynþættir eru að berjast fram yfir þjóðir.

Múslimar í Danmörku hálf segja sig úr þjóðfélaginu með því að segja að kosningar séu ekki í samræmi við Íslam og neita að kjósa.

Við umturnum okkar þjóðfélögum með því að taka á móti flóttamönnum en að sama skapi aukum við fjölbreytnina, kryddum samfélagið.

Þegar að grunnskólar í Reykjavík breyta matseðli til að sætta trúarhóp í miklum minnihluta, af hverju tekur skólinn ekki mjólk af matseðlinum þegar að það er álíka hópur með mjólkuróþol og sá hópur er vill ekki borða svínakjöt?

Hversu langt á okkar umburðarlyndi að ná?

Þjóðfélagið er að breytast, minnihlutinn er farinn að stjórna meirihlutanum.

Er ég rasisti með þessum vangaveltum?