Eitt sem ég hef mikið velt fyrir mér undanfarna daga, lögregluofbeldi. Alveg síðan trukkararnir mótmæltu eftirminnilega þann 30 mars hefur ekki komið sá fréttatími þar sem ekki er minnst á lögregluofbeldi, gas eða piparúða. Eins og fjölmiðlar setja þetta fram hljóma þessar fréttir eins og lögreglan á Íslandi hafi bara “snappað” og ákveðið að lemja alla og úða með seasonall. Er lögreglan að ganga af göflunum? fór Íslenskt samfélag til helvítis þann 30 mars? eða er bara tískubylgja hjá fjölmiðlum að fjalla mjög grófum orðum um hluti sem eru ekki neitt tíðari eftir 30 mars?

Persónulega er ég á því að fjölmiðlar eigi stærsta þáttinn í þessum málum. Einhver ætti að muna eftir forsíðugrein DV á dögunum um skagamanninn sem varð fyrir barðinu á lögreglunni í heimahúsi þegar þeir ætluðu að hendtaka hann. Fréttin var eitthvað á þá leið að lögreglan hefði birst heima hjá honum með þá ætlan að handtaka hann og áreitt dóttur hans eða konu (man ekki hvort það var) og hann mætti með hafnaboltakylfu og hótaði að beita henni. Einhverjar málamiðlanir fóru fram og maðurinn samþykkti að koma friðsamlega ef hann fengi að klæða sig fyrst í friði. En þegar hann sneri sér við þá stukku lögreglumennirnir á hann og hann þurfti að hafa mikið fyrir því að bjarga hundinum sem hann hélt á í fanginu frá bráðum stórmeiðslum.
ég er á því að allt sé satt sem sagt er frá í þessari grein, en það sem pirrar mig við hana er fúsk fréttamanna og ófagleg vinnubrögð. Af hverju komu þeir að handtaka hann? jú af því maðurinn áreitti lögreglumenn svo hrottalega í heimahúsum sem og á vinnustað að einhver þeirra þurfti að flýja með fjölskyldu sína til vina.
Setjið ykkur líka í spor lögreglumannanna. þú ert að sinna skipun um að handtaka mann og maðurinn mætir með kylfu á móti þér og hótar að lemja þig með henni og svo átt þú að vera sallarólegur og góður þegar maðurinn segist ætla að koma blíðlega ef hann fær að fá að vera í friði í smá stund, sem í slíkum aðstæðum hljómar einfaldlega eins og hann sé að kaupa sér tíma. Auðvitað tekuru manninn niður þegar hann gefur höggstað á sér, því þú veist að hann er hættulegur og líklegur til alls.
Ég vil meina að viðbrögð lögreglu í þessu tilviki hafi verið mjög réttlætanleg og það rétta í stöðunni. Ég held líka að íslendingar og þá sérstaklega vandræðamenn séu búnir að byggja upp eitthvað hatur gegn lögreglumönnum út frá þessari ofsafengnu fréttabylgju af lögregluþjónum sem, af fréttunum að dæma, ættu að eiga heima á kleppi og eru ekki samræðuhæfir vegna reiði og ofbeldishneigðar.

En þetta er mín persónulega hugleiðing varðandi þetta málefni. Þætti gaman að vita hvað öðrum finnst, skítköst vel þegin, prove me wrong!