Ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn hneykslaður á einum hlut og því sem ég var að lesa á vísi.is rétt í þessu. Þar er talað um það að tölvulistinn sé með á heimasíðu sinni myndir af “meintum” þjófum sem teknar voru með öryggismyndavélum. Síðan hvenær eru menn þjófkenndir án einhverra sannanna? Eitthvað hlýt ég að vera skrýtinn en ég hélt að það væri lögreglunnar að rannsaka sekt og sakleysi manna en ekki einhverra aulabárða úti í bæ…! Ég verð nú bara að segja það að hvort sem menn eru sekir um verknað eða saklausir þá eiga þeir í það minnsta skilið réttláta málsmeðferð!

kveðja,
HSÞ

p.s. greinina finnið þið undir fréttum á vísi.is