ég hef aðeins verið að pæla í þessu, ath. ég er ekki að taka afstöðu með neinum, bara pæla í þessu.

Þegar flugvélarnar sprengdu upp world trade center, þá dóu um 3000 manns, og allir urðu mjög sorgmæddir og það liggur við að allar þjóð heimsins hafi sameinast usa í sorginni og usa ákvað að hefja stríð gegn hryðjuverkum og það voru rosalegar fréttaskýringar og alles í kringum þessa árás. En USA hefur oft ráðist á aðrar þjóðir og drepið fleiri en 3000 manns, og það eru engar fréttaskýringar um það eða neitt. Og usa standa með ísrael í stríðinnu um palestínu, og ég ætla ekki að byrja að tala um það þá get ég ekki hætt. En það sem ég er að reyna að segja er, að það sé eins og usa séu eitthvað mikilvægari en aðrir, það eru örugglega fullt af saklausum borgurum búnir að deyja í Afganistan sem við vitum ekki um. Vonandi skiljið þið það sem ég er að pæla og túlkið það ekki einhvernveginn öðruvísi, en endilega segið mér hvað ykkur finnst.