Ég veit að margir eru dauðþreyttir á þessari umræðu, enda ætla ég mér ekki að taka afstöðu til neins með þessari grein. Ég er meira svona að varpa fram hugmynd / spurningu.

Málið er það að það er alltaf talað um alla þá sem deyja af völdum fíkniefna á Íslandi. Ég hafði alltaf tekið áróðra góða og gilda, þangað til að ég rakst á þessa staðreynd:

“Samkvæmt skýrslu frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, (Áfengis- og fíkniefnamál á Íslandi, nóv. 1998), er ekki vitað um nema eitt dauðsfall hér á landi sem má beinlínis rekja til neyslu ólöglegra fíkniefna! Morfíns í þessu tilviki.”

Og morfín er ekki einu sinni ólöglegt fíkniefni, heldur löglegt verkjalyf! Eftir að hafa lesið þetta fór ég að hugsa, er þá búið að vera ljúga að mér í öll þessi ár? Það var búið að stimpla í hausin á mér að fleiri og fleiri ungmenni dæju á ári hverju af völdum fíkniefna. Þá benti einhver mér á að sjálfsagt væru þá sjálfsmorð tekin með í töluna þegar talað er um dauðsföll af völdum fíkniefna, en mér finnst bara ekki rétt að stimpla fíniefni sem valdur því að einhver fremji sjálfsmorð án þess að skoða af hverju hann fór að nota fíkniefni til að byrja með, þar sem að fíkniefnið bað hann aldrei um að “taka sig”. Það hlítur að vera ástæða fyrir því að einstaklingur byrji í fíkniefnum. Mér hefur alltaf verið kennt að þeir sem taki fíkniefni líði illa, og taki þar af leiðandi fíkniefni.
Þegar ég viðraði þetta við félagana bentu þeir á að sumir (jafnvel margir) byrjuðu í fíkniefnum sökum “hópþrýstings”. ekki gat ég rangfært það, þar sem ekki eru til rannsóknir á því. En ég hélt áfram að hugsa og datt niður á þessa spurningu sem ég fæ ekki svar við:
Af hverju leitaði einstkalingurinn í hóp sem þrýsti á hann að taka fíkniefni? Það er vitað mál (og jafnvel sannað) að það eru alltaf “ákveðnar týpur” sem leiðast útí fíkniefni og glæpi. Af hverju leitar saklaus einstaklingur í svoleiðis félagsskap? Jú væntanlega af því honum líður illa, eða er það ekki? Hvað heldur þú?

Og þar sem enginn hefur getað komið með aðra útskýringu spyr ég annarar spurningar. Fyrst að áróður er greinilega ekki að virka, og fyrst að boð og bönn eru það ekki heldur (fíklum fjölgar alltaf frá ári til árs) er ekki komin tími á að reyna aðra aðferð?
Af hverju ekki að ráðast á rót vandans (þ.e. orsökina), frekar en afleiðinguna?

Vinsamlegast ekki svara þessari grein með fullyrðingum um hvað fíkniefni séu hættuleg, ég veit það vel enda er ég ekki að spyrja um það.
Góðar stundir.