Mig langar aðeins til að leggja nokkur orð í belg í sambandi við siðferði læknavísindanna, þá aðallega um klónun manna & dýra sem og líknardráp.

Sjálfur er ég að læra erfðafræði og ætla í minni nánustu og fjarlægu framtíð að vinna við erfðafræði og þarf ég því að fara að taka ákvörðun um hvaða afstöðu ég tek til þessara hluta, þá aðallega klónun.

Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, því meira sem ég hugsa um þetta, þeim mun meira hallast ég að því að klónun sé réttmæt. Það er vissulega siðferðislega tvísýnt hvort það sé rétt, en ég held að möguleikarnir séu of mikilfenglegir til þess að banna klónun. Við erum að tala um að hægt er að lækna allflesta þá líffærasjúkdóma sem herja á heiminn í dag sem og fjöldan allann af öðrum sjúkdómum. Það er í eðli mannsins að vera fordómafullt og hrætt við nýjungar og þetta er stórt skref. Líklega það stærsta síðan við gengum á tunglið í fyrsta sinn. Það er bara mun meira not af þessu en moonwalking :o)

Ég vil ekki sjá að einkarekin fyrirtæki geti klónað manneskjur. það er í eðli mannsins að vera gráðugur og ekkert breytir því. Það munu ekki líða mörg ár, jafnvel spurning um mánuði, þar til einhver mun fara á bakvið reglurnar og misnota sér þá augljósu kosti sem klónun felur í sér en þjónar engum læknisfræðilegum tilgangi what so ever. En aftur á móti að þá er líka spilling meðal ríkisstjórna allra landa í heiminum og því hætt við misnotkun þar. Við verðum að búast við því versta í manninum og gera því ítrustu varúðarráðstafanir og hafa gríðarlegar öryggisreglur í kringum allt svona. En nóg um þetta.

Líknardráp á tvímannalaust að leyfa. En fólk á að þurfa að hafa fyrir því að fá leyfið. Sjálfur þekki ég þunglyndi og fólki í þunglyndi á ekki að leyfa líknardráp. En öðru máli gegnir um fólk sem er með ólæknandi sjúkdóma og er fast í hjólastól, eða heiladautt o.s.frv. Það er ekki á fólk leggjandi að lifa ömurlegu lífi sem varla telst líf síðustu ár ævi sinnar. Frekar að leyfa því að deyja með reisn þegar það hefur sætt sig við dauðann og þegar það deyr, þá líður því allavega vel.