Ég var að fletta í gegnum gömul blöð um daginn og rakst þá á grein sem bar þetta heiti. Blaðið heitir 19 og er gamalt, frá árinu 1998, en hins vegar efast ég um að þetta hafi breyst.

Greinin fjallar um lög gegn konum og kom mér mjög á óvart. Ég ætla að birta allt sem stóð og í hvaða landi þetta er, eða var á þeim tíma.

Costa Rica: Það eina sem nauðgari þarf að gera er að bjóðast til að giftast fórnarlambinu, það skiptir engu hvort hún taki bónorðinu eða ekki.

USA: Í 22 bandaríkjafylkjum verða táningsstúlkur að láta foreldra sína vita áður en þær fara í fóstureyðingu. 17 ára Becky Bell frá Indíana fannst hún ekki geta sagt foreldrum sínum frá óléttu sinni og fór í ólöglega fóstureyðingu. Hún dó úr innvortis blæðingum. Og í Utah er löglegt að foreldrar gifti börnin sín. Næstum 1000 stelpur á aldrinum 14-17 ára voru giftar burt árið 1997, og vitað er um 14 ára stelpur að giftast mönnum á fimmtugsaldrinum.

Perú: Ef að nauðgari giftist fórnarlambi sínu gengur hann laus án ákæru. Þegar hópnauðgun á sér stað, losna allir nauðgararnir ef einn giftist fórnarlambinu. Það eru ca. 3 nauðganir á klukkustund, eða 25,000 á ári í Perú.

Sviss: Sviss gaf konum ekki kosningarétt fyrr en árið 1971. í litlu þorpi í Sviss, Innerrhoden, konur fá ekkert að segja um innanbæjarmál (local issues), þær fá aðeins að kjósa um málefni sem koma öllu landinu við.

Ítalía: Hæstirétturinn í landinu segir að það sé ekki lögbrot ef að eiginmaður beitir ofbeldi á konu sína, svo lengi sem hann gerir það ekki að kæk. Honum er ekki refsað, jafnvel þó að eiginkona hans hafi þurft að fara á sjúkrahús vegna verks hans.

Nígería: Konur eru “ófullnægjandi vitni” á alvarlegum lögbrotum, sama hversu mikið þær vita um málið. Tvær konur gilda sem eitt vitni. Ofbeldi gagnvart eiginkonum er löglegt sv o lengi sem það er gert “til að leiðrétta misskilning”.

Sambía: Kona hefur ekkert tilkall til eigna sinna. Ef maður hennar deyr tapar ekkjan öllu, nema börnunum, til eftirlifandi karlkyns ættmenna hins látna.

Suður Afríka: Á síðasta ári (1997) var útvarpsstöð í Jóhannesarborg með 35 mínútna langan útvarpsþátt sem kallaðist “Hvernig á að berja eiginkonu sína”. Aðstandendur þáttarins vörðu hann með því að segja að það væri ekkert að ofbeldi gagnvart eiginkonum svo lengi sem það væri gert “siðsamlega”.

Súdan: Konur sem ekki hylja sig frá hvirfli til ilja eru barðar með svipu allt að 40 sinnum fyrir framan fjölda fólks.

Afganistan: (þetta hefur verið þegar Talibanar voru við stjórn) Konur þurfa að hylja sig frá hvirfli til ilja og eru grýttar til dauða geri þær það ekki. Þær mega ekki ganga í skóm sem “gefa frá sér hljóð”. Unglingsstúlka var nýlega refsað með 100 svipuhöggum fyrir framan 20,000 áhorfendur á íþróttaleikvangi fyrir að ganga niður götu með manni sem hún var ekki skyld, en það er skyldan.

Sádi-Arabía: Enga kæru um nauðgun má leggja fram nema nauðgunin hafi verið gerð í augsjón 2 karlmanna sem vitna um atburðinn. Konur þurfa líka að fá leyfi frá karlkyns skyldmenni áður en þær yfirgefa landið.

Egyptaland: Á hverjum degi þurfa ca. 3600 stúlkur að gangast undir skurmskælingu á kynfrænum sínum, þegar allur eða einhver hluti kynfæranna er fjarlægður. Þetta bælir niður kynþörf, passar uppá meydóminn og þarf að hafa verið gert ef konana á að geta gift sig. Árið 1996 tvær stúlkur, þriggja og fjögurra ára dóu úr blæðinugm eftir að læknir hafði reynt að umskera þær heima hjá sér.

Algería: Þekkst hefur að konur hafi verið afhausaðar fyrir að hylja sig ekki allar.

Bretland: Manni sem fannst hann vera hunsaður af óléttri eiginkonu sinni og nauðgaði 12 ára stjúpdóttur sinni slapp án nokkurrar refsingar. Dómarinn útskýrði “ólétt eiginkona hefur ekki mikla kynþörf sem getur leitt til vandamála fyrir heilbrigða unga eiginmenn”. Engin vandamál fyrir stjúpdótturina, eða hvað ?

Austurríki: Skrýtin lög frá árinu 1938 eru enn gangandi, það leyfir manninum að skilja við konu sína ef hún tekur ekki til. Einn maður vann nýlega skilnaðarmál við eiginkonu sína af því að hún notaði ekki uppáhalds uppþvottalögin hans.

Ég bara spyr, haldið þið að konur séu jafnar karlmönnum ennþá ? Og finnst ykkur virkilega í lagi að þetta sé svona ? Mér þætti vænt um að heyra álit ykkar,

Kveðja,
-Eyrún-