Ok, mál málanna síðustu daga eru trukkabílstjórar og lögregluofsóknir. Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði ekki að skrifa um þetta - og enn síður gera athugasemdir við greinar sem fjalla um þetta - en ég bara er gapandi gáttaður! Ég bara skil ekki svona lagað, hvað er eiginlega í huga þeirra sem taka þátt í svona löguðu. Þetta eru hin einu sönnu skrílslæti, barnaskapur og skólakrakka- gengjaklíkulæti.

Vitið þið hvað, ég skammaðist mín þegar ég horfði á þessar aðferðir og þessi barnalæti. Öskrandi og hálf volandi skríll sem var þarna í einum tilgangi - og aðeins einum tilgangi sannarlega - en það var til að “Vera með í látunum, atast í löggunni, sýna hve vald laganna er í raun mikil valdnýðsla”…

Þetta er það sem ég hef alltaf verið viss um að myndi gerast, að vitlausar aðferðir og ólögleg mótmæli myndu sjóða fram og málefni þau sem átti að mótmæla myndu gleymast í hamagangi þar sem allt myndi snúast um það hve lögreglan er mikil valdaklíka. Engin pælir í því að ef engin (trukkakarlar) hefði brotið lög þá hefði engin lögregla verið sjáanleg - eða í það minnsta hefði þá aldrei komið til uppþota.

Skelfilegt að sjá smákrakka, skólakrakka og hálfgerðar “fótboltabullur” æða öskrandi og froðufellandi með orðum sem ekki er hægt að endurtaka - gegn lögreglunni - í þeim eina tilgangi að láta lögreglu ráðast gegn sér fyrir framan myndavélarnar - til að sýna nú almennilega hve mikil valdanýðslan er í raun og veru???

Fjandinn hafi það hvað sumir þarna voru eins og fávitar. Ég er handviss um að stærstur hópurinn sem þarna var saman kominn var á miklum adrenalínskammti - æsingurinn var slíkur að þeir allra mestu bjálfarnir hreinlega skulfu af æsingi, aldrei upplifað svona mikið adrenalín og sannarlega átti nú að láta myndavélarnar ná því augnabliki þegar þeim tókst að storka löggunni nógu mikið til að hún léti ekki lengur vaða yfir sig og handtæki fólk og fleira..

Þetta er það sem Trukkabílstjórar geta þakkað sjálfum sér fyrir að skapa. Engin annar hefur búið til þetta ástand. Ætli þeir átti sig á því að vegna lögbrota þeirra í þessum skrílslátum - hafa þeir valdið því að við - skattgreiðendur - þurfum að borga 60 - 80 lögreglumönnum kaup til að standa vörð um lögin vegna þessara láta?

Nei, örugglega ekki - eða þeim er fjandans sama. Hversu margir munu nú hljóta sektir eða fangelsisdóma vegna “mótmælanna” sem trukkakarlar standa fyrir? Eitthvað sem ekki hefði skeð ef allt hefði verið löglegt..

Ég veit að það eru fæstir sammála mér hérna, enda skiptir það engu máli - þetta er mín skoðun og mitt álit. En álit mitt á trukkamönnum í þessum látum er ekki mikið núna - og enn minni er virðing mín fyrir þeim sem ég sá kasta eggjum og grjóti í lögregluna, slíkt er til mikilla minnkunar fyrir viðkomandi fávita.

Í upphafi var ég sannarlega með bílstjórum í þessu en svo byrjuðu þeir að fara illa yfir strikið og smá saman hafa þeir gert það að verkum að ég hef engan áhuga á að styðja þá í þessari “baráttu”.

Mitt álit hefur alltaf verið - og er ennþá að ef þeir hefðu gert þetta löglega og á réttum vettvangi þá hefði ég ennþá verið að taka þátt í mótmælunum með þeim.

Stóru trukkarnir hefðu átt að leggja við allar bensíndælur á höfuðborginni - kaupa smá bensín til að vera löglega lagðir þar - og hanga svo bara inni á bensínstöðinni í kaffisopa eða fá sér kók og súkkulaði - en hreyfa sig hvergi.

Þá hefði allt verið löglegt og friðsamlegt, já enda engin að brjóta lög og engin að trufla umferð á götum úti. Þá hefðu þeir séð til þess að hæðstu toppar olíufélaganna hefðu strax farið að ókyrrast og þokkalega hefðu þeir ekki setið lengi á meðan ekkert besnín - og eða olía væri að seljast. Þeir færu næsta víst strax af stað til að gera eitthvað í málunum og hefðu herjað á stóru toppana í landsstjórninni og þar með hefði boltinn rúllað hratt af stað án þess að allir óróaseggir landsins streymdu til að vera með skrílslæti og óróa.

Einhverjar fréttir voru að eitthvað sé um að trukkakarlar af landsbyggðinni hafi verið á leið í bæinn til að taka þátt í þessum látum. Bílstjórar - opnið augun. Mótmælið á réttum stað - í stað þess að framkalla svona æsing gegn vitlausum aðilum. Allir þeir sem “þola” ekki lög og reglu - munu sameinast í að nota ólögmæt mótmæli til að atast í lögreglunni til að “vera með” en bara í heimsku og adrenalínæði…

Ég styð mótmælin á rétta staðnum og mun koma með minn bíl - leggja honum hjá ykkar og vera sáttur og glaður með lögmæt mótmæli sem væru án fávita sem æða áfram með öskrum og hamagangi sem engu skila.

Þið megið athugasemdast eins og þið viljið hérna, við höfum mismunandi skoðanir og er þetta algerlega mín skoðun hérna. Mín skoðun er auðvitað mín - hún er ekkert endilega réttust og ekkert endilega röngust - þannig séð - hún er bara mín eigin og ég hef allan rétt á því að hafa þessa skoðun.

Ég veit um marga sem sjá ekkert nema bara hvað löggan er vond hérna - en engin virðist sjá að það eru lögbrot og svona uppákomur sem skapa það að löggan gengur fram í því að halda lögum réttu megin.

Engin virðist horfa á að svona mótmæli - ef mótmæli skal kalla - eru löngu komin út fyrir það sem málið raunverulega snýst um. Borgarar og bílstjórar - látum ekki æsa okkur upp í að taka þátt í rugli eins og því sem fram fór við Rauðavatn eða þá svívirðilegu fávisku sem fór fram þar sem átti að afhenda trukkana úr geymslu! Adrenalín-fullir karlar á götum úti eða heimskir og heilalausir trukkabílstjórar sem hreinlega bara ráðast á lögreglumenn með hnefa og látum - er nákvæmlega ekkert sem skilar einu eða neinu, og þvílíkt barnaleg fyrirmynd að það er engum til framdráttar - allra síst málstað mótmæla.

Sýnum lögum virðingu - sýnum lögreglumönnum virðingu. Sýnum samstöðu á löglegan hátt og á réttum vettvangi.

Kveðja:
Tigercop sem ber enga virðingu fyrir eggja- grjót- og hnefakastandi pútusteinhausum sem hafa ekkert heilabú. Burt með slíka vanvita sem ekkert gera nema eyðileggja fyrir öðrum sem eru á réttu róli.