Það hefur vart farið fram hjá fólki að trukkabílstjórar hafa verið að mótmæla álagningu ríkisins á bensínverð á íslandi.

Tekið skal fram að alls ekki allir vöruflutningabílstjórar eru í þessu heldur aðallega þeir sem reka sinn eigin bíl og vinna fyrir sjálfa sig.

Ég skildi aldrei hvernig fólk gat stutt þessi mótmæli til að byrja með og hvað þá eftir lætin í gær.
Þessar aðgerðir eru ólögmætar og óréttlátar gagnvart hinum almenna borgara og sniðnar þannig að þær bitna á almenningi. Þeir eru í raun að beita fólk ofbeldi til að fá sínu framgengt.

Þeir sem ætluðu að taka sér langa helgi og fara suður á land í sumarbústað í gær komust ekki vegna þess að bílstjórar voru bitrir út í ríkið.

4. Apríl síðastliðin voru tapaðar tekjur þjóðarinnar komnar upp í 40 milljónir króna í töpuðum vinnustundum.

Allir eru á móti einhverju. Allir vilja fá einhverju breytt á Íslandi.
Gefur það öllum rétt til þess að stöðva umferð eða láta sína biturð bitna á öðrum á einhvern hátt?
NEI

En ég viðurkenni þó að lögreglan hafi ekki tekið gáfulegustu ákvörðunina í gær. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þeir voru í fullum rétti til að beita ofbeldi og leysa upp mannfjöldan í þágu almennings. Það var búið að marg vara þá við og ítreka að þeir þyrftu að færa bílana.

EN

Ég hef lausn á vandanum. Þannig séð.

Tillaga til bílstjóra:

Að gera það sem heilvita fólk gerir í viðskiptum. Ef kostnaður eykst við þá þjónustu sem þú selur þá hækkar þú verð á þinni þjónustu. Bensínfélögin gerðu það, af hverju ættir þú ekki að gera það?
Þegar alheimsverð á káli hækkar þá hækkar verðið á subway. Þegar krónan lækkar þá hækkar verð í bíó og þegar bensín hækkar ætti flutningskostnaður að hækka.
Hvað skilja þeir ekki við það að einfaldlega hækka verð á þjónustu sinni?

Tillaga til Ríkis og lögreglu:
Þegar þessir hálfvitar setja sig á háan hest næst, þá ekki leyfa þeim og öðrum óeirðaseggjum á landinu sem vilja ekkert meira en komast í vandræðum við lögregluna að fá útrás.

Einfaldlega að ganga á línuna og sekta þá fyrir stöðubrot.
#1: Heyrðu vinur minn, það er ólöglegt að leggja hérna. það verða 2.500 kr. Vertu búinn að færa hann eða þú færð aðra sekt fyrir hverjar 5 mínútur sem þú ert hérna.

Hvað ætla þeir að gera í því? Ef þeir hafa ekki efni á bensíni hafa þeir varla efni á stöðusektum.

Tillaga 3: Að menn taka sig saman og leggi fyrir innkeyrslu Sturlu Jónssonar og þegar hann biður okkur að færa sig þá einfaldlega segja: Nei, við erum að mótmæla þér. Sættu þig við það.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig