Ok … Það eru flestir sammála því að trukkararnir mega mótmæla og sumum finnst það sniðugt.
Það eru líka flestir sammála því að lögreglan hafði gengið full langt í dag …

Þetta kemur reyndar okkur líka mikið við,
því að við ættum ekki að sitja aðgerðarlaus og gera ekkert,
Þeir eru að mótmæla háu bensínverði og líka auknu vaktarálagi á bílstjóra.

Það sem kemur okkur við er Það að það er ekki séns að neinn tapi á lægra bensín verði
og sumir ef ekki margir hugarar vinna við að keyra fyrir ímis fyfirtæki.

Og lögreglan er að berja þetta fólk niður, þessa bílstjóra sem eru að reyna að tjá óánæju sína, og í leiðinni að tala fyrir marga þá sem ekki þora að láta skoðarnir sínar í ljós.

Lögreglan er búinn að slasa 3 einstaklinga sem stóðu á hliðarlínunum,
og ekki nóg með það þá voru þarna Krakkar sem fengu í sig piparúða og þau þurftu að þjást,
krakkar, bara tólf, fjórtán ára krakkar.
Unglingar sem voru að reayna að koma vinum sínum frá víglínuni fengu piparúða upp í öll öp á hausnum.
og á allann þennan tíma “slasaðist”
einn lögreglumaður vegna þess að einhver kastaði smásteini í átt að hausnum á honum.

Það kom nefnilega óbeint fram að lögreglan hefði skipulagt þessi viðbrög sín miklu fyrr en þetta hafði allt farið fram. T.d í gær þegar nokkrir trukkarar voru að keyra hjá bessastöðum á mjög svo löglegum hraða og löggan byrjar að espa þá upp af fyrra bragði með því að taka þá upp á filmu til að setja í skýrslu.
Sem er soldið skondið því að það er ekki leyft.

Og það sem ég á við með planað þá meina ég að lögreglumaður var spurður fyrir óeirðirnar

“mörgum mönnum finnst það skrítið að þið bregðist svo lítilega við þegar Bílstjórarnir eiga í hlut, en varla lengi að bregðast við þegar náttúruverndarsinnar áttu í hlut hér áður fyrr.”

Lögreglan svaraði með
auðsjáalegum pirringi og hroka.

“þú skalt bara sleppa þessum formála og séð hvað fer að gerast”
Er þetta ekki sú sönnun sem við þurftum …

Eru ekki flest allir ósáttir við það að ísland sé að breytast í skuggalegt lögrelguríki?

Og haldið þið að þetta hefði gerst ef “Alræðis”herra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra væri einhversstaðar annarstaðar, kannski að bera út póstinn þinn og safna flöskum?

Ég hvet alla sem hafa þá getu til að stunda það að mæta á alla svona viðburði og sína óánægju sína þessum nútímariddurum sem við köllum trukkara.

Við VERÐUM að skipta okkur af þessu ef við viljum að ástandið breytist.