Bankarnir eru nú mitt uppáhalds umræðuefni…
Í vikunni sem leið þá fór ég að athuga hvernig ég gæti skipt um myntkörfu á bílaláninu/samningnum sem ég er með. Tilgangurinn var náttúrulega að takmarka skaðann og reyna saxa lánið aftur sem var 40% ísl og 60% bland, þar nokkur hluti í evrum sem var einfaldlega #&&%$“/ m.v. hvernig hún hefur hækkað í mánuðinum.

Ég hafði víst ekki lesið blaðið deginum áður þar sem birtist grein um að bankarnir væru farnir að takmarka eða koma í veg fyrir að fólk tæki lán í erlendri mynt svo það færi sér ekki að voða.

Voða góðir bankarnir að bjóða manni að skipta yfir í krónur en ekki úr þeim þegar þær eru að verða verðlausar og íslensku lánin verðtryggð… með hæðstu mögulegu vöxtum… s.s. þessi grein málaði bankana góða þegar þeir voru/eru í raun íllir og að hugsa um skjótfenginn gróða.

Gengisvísitalan var komin í um 160 en hefur verið á rólinu 110-130 undanfarin ár (nennti ekki að tékka og einhver má leiðrétta mig ef nennir ef ekki 100% rétt)…

Því má í raun segja/giska og/eða vona að krónan muni ná fyrri styrk með tíð og tíma og ef maður mundi trúa því að ástandið mundi ekki versna mikið meira að virkilega hagstætt væri að taka erlent lán akkúrat núna, en nei… bankinn bannar það.

Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins aðferðum, það er verið að takmarka mitt frelsi til viðkipta, að reyna hafa vit fyrir mér sem er óþolandi.

Ég ætlaði að finna samninginn minn og athuga skilmálana um páskana og svo í dag sauð upúr þegar ég las á MBL að skv. einhverjum gaur í USA að kreppan þar væri að klárast…

Ef áhrifin verða svipuð hér heima þá jafnar lánið mitt sig út en ég tapa gengisgróða af um 40% af láninu.

Svo vil ég bara hvetja fólk til að braska með lánin sín því flestir hafa nóg vit til að geta grætt á þessu, sérstaklega lán fyrir dýrum bílum..