Ég var í mestu makindum í vinnunni í gærkveldi og lendi í því að fá ansi áhugaverða hringingu í gsm símann minn þegar ég er í miðri kaffipásu og mig langar til þess að deila henni.

22.02. kl. 17:55
missed call: +867547170623
22.02. Kl.19:56 (hér er ég í kaffipásu og næ því að svara í símann)
Ég svara símanum en fæ ekkert svar svo að ég skelli á. símanr. +867547170668
22.02. kl. 19:57
Ég svara símanum og fæ svar símanr. +867547170671
(S stendur fyrir mig og X fyrir konuna sem hringir í mig, ég set þetta á íslensku þó að samræðan hafi farið fram á ensku)
S: Halló
X: Halló er Sandra þarna
S: Já ég er Sandra
X: Óh, halló Sandra! Ég er að hringja frá Bandaríkjunum til að tilkynna þér að þú hefur unnið ókeypis ferð til Florida og Bahamas eyja!! (ég man ekki nákvælega hvað hún sagði en það hlómaði allavega eins og hún væri að lesa upp texta af blaði sem hún hefði oft þulið upp áður)
S: Óh vá það er frábært! (tek það framm að ég vissi um leið að hér var svikari á ferð en það var ekki mikið lesefni á kaffistofunni þennan dag þannig að ég ákvað að þetta gæti orðið ágætis skemmtun)
X: Já finnst þér það ekki? Þú tókst nefnilega þátt í leik í gegnum netið, mannstu ekki alveg eftir því? (Þegar hér var komið þá hafði ég ekki spurt viðkomandi hvernig ég hafði unnið þetta eða sett neitt út á sögu hennar, hvers vegna ætti hún að spyrja mig hvort að ég muni ekki eftir þessu?)
S: Nei það getur ekki verið, ég hef ekki tekið þátt í neinum leik í gegnum netið.
X: Nú en skrítið, þú alla vega tókst þátt í þessu og sendir okkur upplýsingar um sjálfa þig með því. Þú ert á aldrinum 21-25 ára.. (hér gríp ég framm í)
S: Nei það passar ekki (ég er 18-19 ára en aðeins með því að hlusta á raddir þá er mjög líklegt að maður giski á réttan aldur.. sem tókst ekki hér)
X: Nú… en vefsíðan þín er “(gaf upp einhverja vefsíðu en var í engu samhengi við mig)
S: Nei það passar ekki heldur
X: En skrítið… Þú ert samt Sandra frá Íslandi er það ekki?
S: Jú það passar
X:Þetta hlýtur að vera einhver önnur Sandra.. En hvað ertu gömul? (Ef þetta væri ”alvöru" þá væri komið í ljós að hér væru mistök á ferðinni og hefði verið búið að afsaka misskilninginn og kveðja en hinsvegar heldur hún áfram að spyrja mig hvað ég er gömul)
S: Þarf ég að borga eitthvað til þess að fá þessa ferð? (ég hef engann áhuga á að segja henni aldur minn og ætti ekki að vera neinn tilgangur fyrir hana að vita hann þegar hér er komið við sögu nema ef að hún væri að blekkja mig og finna einhverja hjáleið til að láta mig halda að ég gæti samt fengið vinninginn)
X: (hundsar spurningu mína og fer að tala um eitthvað annað og hljómar eins og hún sé að lesa texta af blaði)
-ég gríp framm í fyrir henni-
S: Hvað þarf ég að borga mikið til þess að leysa út vinninginn? (ég er kominn með glott á smettið og er farin að hafa gaman af því að hlusta á hana að reyna að útskýra þetta)
X: (Heldur áfram að hundsa spurningu mína og heldur áfram að tala eins og hún sé að lesa upp af blaði)
-ég gríp aftur framm í-
S: Ég þarf að borga eitthvað til þess að fá þessa ferð er það ekki? (segi þetta í pirruðum tón)
X: (ákveður loksinns að svara spurningunni og kemur með ljúfa rödd) Thjah… að sjálfsögðu kostar allt eitthvað, við borgum ferðina að mestu leiti en þú gætir þurft að borga einhvern kostnað
S: Þannig að þessi ferð er ekki ókeypis?
X: Every thing comes with a prise (veit ekki um góða þýðingu en þetta er orðrétt út úr henni)
S: Hvað þarf ég að borga þér mikið?
X: (Hundsar spurninguna og fer að lýsa fyrir mér Florida… Talar eins og hún sé að lesa upp texta af blaði)
-síminn minn er farinn að pípa vegna batterís leysis einnig er kaffipásan mín að verða búin svo að ég ákveð að enda þetta símtal-
S: Þetta er helvíti fáránlegt samtal hjá þér! Vertu sæl! (skelli á hana áður en hún tækifæri til að segja neitt)
-ég fékk ekki hringingu til baka-

Ég sé á lögregluvefnum að ég er greinilega ekki ein um að hafa fengið slíka hringingu, en deginum áður en hringt var í mig var skrifuð stutt frétt um þetta mál http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=105&module_id=220&element_id=11382

Ég man ekki alveg upp á hár hvernig samtalið var en þetta er þó nokkuð nákvæmt innihald

Það væri gaman ef einhverjir fleiri kannast við að hafa fengið slíka hringingu á seinustu dögum og seigja eitthvað frá því


-biðst fyrir framm afsökunnar á öllum stafsetninga villum-
SDÓ