Þannig er mál með vexti að ég og félagi minn vorum í Noregi síðasta vetur. Við fengum mjög flott hús á leigu í bæ sem heitir Geilo. Við vorum báðir í góðum vinnum. Þessi satður er mjög vinsæll skíða- og snjóbrettastaður svo við kynntumst fullt af fólki þarna. Þarna voru tveir skemmtistaður og voru þeir frekar vinsælir meðal fólks. Um hverja helgi var djammað og djúsað. Mikið af Svíum og Dönum þarna og mjög gaman þarna. Tek það fram að í sambandi við áfengisdrykkju í Noregi að eftir klukkan 1 að nóttu má ekki afgreiða nema einfaldann drykk. Þegar við komum fyrst á barinn þarna og báðum um tvöfaldann vodka í burn eða eitthvað þá kom konan. “Sorry but 1:30 so we are not allowed to sell double.” Við allveg what?!

En aðal málið er þetta. Eitt kvöldið ætluðum við að fara á einn staðinn og dyraverðirnir voru með smá stæla, eiginlega bara stæla út af því að við vorum íslendingar. Þeir allveg “Hei icelandic guys, it's closed!” Það var nátturulega ekki búið að loka og þeir eitthvað, “you are not going in” Og sagði við mig eða laug að ég hafi verið að drekka og keyra síðustu helgi. Þeir voru bara með stæla og hleyptu okkur ekki inn, ég varð frekar reiður og missti mig og sagði: “I want to kill you!” Ég tek það fram að ég var ölvaður og þetta var bara í hita leiksins.

Daginn eftir vorum við sofandi og svo hringdi síminn hjá mér. “This is the police, we will be in front of your house in 5 min.” 6 löggur komu, voru með handtökuheimild á blaði og við vorum handjárnaðir og keyrðir á löggustöðina og settir í fangaklefa! Ég vissi í rauninni ekki hvað væri í gangi, afhverju 6 löggur kæmu og tæki okkur með þessu valdi. Svo var þetta allt út af einni setningu við dyraverðinn. Ég var í rauninni steinhissa á þessu ég var tekinn í yfirheyrslu. Ég sagði að ég hafði sagt þetta bara óvart ég var fullur og dyraverðirnir með stæla við okkur út af því að við vorum íslenskir.

Allt í lagi okkur var svo sleppt og ég bað dyraverðina afsökunnar og svo fór ég aftur heim til íslands í júlí. Ég kominn í fína vinnu hérna heima og svo um jólin, þessi jól s.s. fékk ég bréf frá lögreglunni í Reykjavík um að hafa samband við Magnús, ég hugsaði hvað getur þetta nú verið ég hef ekkert gert að mér. Þá var þetta dómskvaðning frá Noregi um að koma í dómsal þann 28.janúar 2008 Í Hallingsdal í Noregi. Ég bara haaaaaaaaa!? Er virkilega verið að gera svona mikið mál úr þessu. Meirisegja Magnús rannsóknalögreglþjónn hló að þessum dómi. Hann sagði “Ef þeir eru að eiga við þetta þá hljóta þeir að hafa það ansi gott þarna úti.”

Ég talaði við íslensaknn lögfræðing og hann sagði, svona lítil mál færi aldrei í gegnum dómsalinn hérna.

Nú spyr ég ykkur, finnst ykkur Norðmenn ekki vera að gera aðeins of mikið mál úr þessu?