Ég var að hlusta á Bylgjuna 7.janúar og þar var verið að tala um hvað maður myndi gera ef alblóðugur maður út í vegarkannt væri að reyna að fá hjálp, hver væru viðbrögð manns.

Ein kona sagði eitthvað í þessa áttina: Ef maður er með kannski fullan bíl af börnum og maður veit ekkert í hvaða ástandi maðurinn er, hvort hann sé á einhverjum eiturlyfjum og í annarlegu ástandi, maður myndi ekki taka áhættuna og stoppa.

Svo sagði annar maður, (reyndar mjög góðir punktar.)
Það sem maður hefur lært á sjálfsvarnarnámskeiðum eða slíku, þá er manni kennt hvað maður á að gera og hvað maður má alls ekki gera því þá geti maður skaðað sjúklinginn enþá meir. Þá eru margir sem einfaldlega ekki þora að hjálpa þeim nauðstaddra, því þau gætu óvart skaðað manneskjuna meir.

Greinilega margar skoðanir á þessu máli og oft segjir maður það sem maður myndi gera ef maður myndi lenda í þessari aðstöðu en maður veit í rauninni ekki alltaf hvað maður myndi gera einmitt þegar þú allt í einu lendir í þessu. Maður fer svo oft í svo mikið sjokk að maður veit ekki neitt.

En það sem ég myndi samt aldrei í mínu lífi gera ef ég mundi sjá slasaða manneskju að láta hana vera. Ég myndi númer 1,2 og 3 hringja í 112.

Svo ef maður væri staddur í Bandaríkjunum og myndir gera eitthvað vitlaust í að hjálpa þeim særða, þótt þú myndir bjarga lífi hans en þú gerðir eitthvað vitlaust og hann fótbrotnar þá gætir þú mjög líklega átt von á ákæru og krafist margra milljóna dala!

Hvað finnst ykkur, hver yrðu viðbrögð ykkar?