Kæru hugarar,

Í ljósi umræða undanfarið langaði mig til þess að benda ykkur á undirskriftasöfnun:

http://www.petitiononline.com/fl3k3898/petition.html

Hún segir svo:

To: Íslenska ríkið

Við, undirrituð, krefjumst þess að aukið verði eftirlit með erlendu vinnuafli og að fólki með sakaferil verði ekki veitt atvinnuleyfi hér á landi.

Við fögnum því að fá fólk af erlendu bergi brotið til starfa en viljum að spornað sé við því að hingað komi glæpamenn sem gefi samlöndum sínum slæma mynd.

Við styðjum að atvinnuleyfi verði gefið út til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Þannig hafa bæði útlendingar aukinn rétt og öryggi og auðveldara verður að hafa eftirlit með hvers konar fólk kemur á íslenskan vinnumarkað.



Hér er kjörið tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri án þess að hægt sé að saka mann um rasisma eða fordóma. Hér eru jú þúsundir útlendinga en aðeins lítill hópur sem brýtur af sér og hefur á sér slæmt orð, sem síðan hefur neikvæð áhrif á útlendinga í heild sinni.

Sumir Íslendinga eru engu skárri, en eigum við ekki nóg með okkar eigin glæpamenn og allan kostnaðinn sem þeim fylgir? Er á það bætandi að fá útlenska glæpamenn líka?