Peningar , peningar og aftur peningar er tæki sem er búið til af manninum til að stýra vöruskiptum. Þetta kerfi, sem ég vill kalla heimsmarkaðskerfi er gífurlega flókið(en sammt einfallt…) og lítið gæti þurft til að allt fari til fjandans. Þetta kerfi hefur verið að stækka óvenjulega mikið undanfarin ár og fara kínverjar og Indverjar hreinlega á kostum í þessum efnum. Þessi þróun hefur aukið vísindaframfarir töluvert(ekkert svo mikið sammt). Þetta er komið á það stig að ekki er hægt að snúa til baka (ekki það að ég vilji það), en er rétt að halda svona áfram?

Það er staðreind að peningar frá hinu opinbera í flestum löndum í heiminum eru að fara í gegnum stjórnirnar og fyrirtæki og fara þessir peningar beint í vasan á auðmönnum. Jæja og í hvað eyða þessir auðmenn peningum… Fyrir utan lystisnekkjur einkaflugvélar eða jafnvel þyrlur(ekki það að þetta sé eitthvað stórmál að minni hálfu), nú þeir eyða þessu í fjárfestingar í öðrum löndum. Það er náttúrulega vonlaust fyrir mig að átta mig á því hvort þetta er skipulagt eða er í algeri óstjórn eða sitt af hvoru, en eitt veit ég… EF ÞETTA HELDUR SVONA ÁFRAM MIKIÐ LENGUR ÞÁ ER MUN STYTTRA EN ÞIÐ HALDIÐ AFTUR Í TORFKOFANA. Auðvitað á bara að stoppa þetta tímabundið, þangað til tekist hefur að ná jafnvægi á jörðinni.


Sú leið sem ég myndi vilja fara er einfaldlega að eyða þessum peningum innanlands. Auðvitað megið þið ekki misskilja mig. Þetta er flókið og oft er í lagi að fjárfesta erlendis en þið hljótið að sjá alvarleika málsins hérna. Það sem væri hægt að gera er að t.d leggja meiri fjármuni í vísindin. Það væri til dæmis hægt að búa til vinnu fyrir fólk til að aðstoða vísindamenn. Það væri t.d hægt að tengja saman vinnu og skóla og láta það vera hluta af náminu gegn þóknun að sjálfsögðu að nemendur á hærra skólastigi verði aðstoðarkennarar á skólastiginu fyrir neðan. Ríki og fyrirtæki færu að aðstoða sprotafyrirtækjum að koma undir sig fótum. Draga þarf úr lögfræðingum og auka þarf umsvif lögreglunnar(meiri lögregla þýðir minni afbrot sem þýðir minni þörf á lögfræðingum og minna tjón sem þýðir minni mengun) en lögfræðingarnir eru líka mun dýrari í rekstri… Þar sem þeir eru margir bara pappírshausar og gera lítið gagn amk eins og er eins og á við á nokkrum öðrum stöðum. Þetta skapar að sjálfsögðu þörf á meiri breitingum. Auka þarf tekur lágtekjufólks en um leið að setja stífari reglur varandi mengun. T.d væri hægt að gera fólki skyllt að nota nagladekk fyrstu 2 árin svo 1 ár frjálst á fyrstu bifreið en eftir það er það bannað, nema við sérstakar aðstæður(þ.e.a.s ýmsar undantekningar). Auka þarf hollustu hjá þjóðinni með því að setja upp mötuneiti á vinnustöðum REKIN AF HINU OPINBERA!!!!!! EN BORGAÐ AF FYRIRTÆKJUM!!! Nú kanski hugsiði sum að ég sé að missa mig, en ég reindar held að ég sé einn af fáum með einhverju viti(Annars væri ég ekki að skrifa þessa grein að sjálfsögðu). Þá segji ég bara… KOMIÐ MEÐ BETRI HUGMYND Á MEÐAN AÐ JÖRÐIN ER EINS OG TIFANDI TÍMASPRENGJA!

Við íslendingar erum að nálgast tímamót þar sem við verðum sennilega valdamesta þjóð í heiminum. Hér liggur uppspretta svo til ómengandi orku sem við höfum verið að eyða í einhver heimskuleg álver… Sem gera ekkert annað en að auka þennan vanda sem ég talaði um að ofan, vegna þess að með því að byggja álver þá stækkaru heimsmarkaðskerfið og glatar völdum og peningum sem myndast í framtíðinni. Það er mín skoðun að við eigum að gera allt sem á okkar valdi stendur til að auka vísindaframfarir ÁN ÞESS AÐ STÆKKA HEIMSMARKAÐSKERFIÐ!!! Satt við erum aðeins að forna smá peningum og völdum en Ísland er bara að verða svo valdamikil og rík þjóð að við höfum vel efni á því. ÞESSI VÖLD MEIGA EKKI KOMAST Í HENDUR Á AUÐMÖNNUM!!! Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeim er ekki TREYSTANDI! Þar sem ríkið hefur lítið sem ekkert af fyrirtækum að þá er mikið auðveldara að fylgjast með hvað þeir eru að gera og þess vegna verður vatnið og orkuauðlindir að vera í eigu hins opinbera.

Heimurinn liggur sennilega í höndunum á nokkrum sætum Íslendingum á eyju út í buskanum. Það er ósennilegt að markaðskerfið minnki nokkuð og það liggur á að gera það sjálfbært í þeim skilningi að mengunin verði ekki meiri en jörðin ræður við. Takist þetta ekki munu börnin ykkar sennilega ekki lifa jafn lengi og þið.

Möguleiki er á því að hlýnunin nái ákveðnum hæðum að hún verður hvað á ég að kalla það, sjálfbær. Þ.e.a.s hlýnunin sjálf fari að valda gróðurhúsaáhrifum. Þegar þetta gerist drepumst við öll og það yrði ekkert hægt að gera nema okkur tækist í MJÖG MIKLU MAGNI að fanga gróðurhúsalofttegundir.

Svona til gamans ættla ég að fara með greinina á enn hærra plan. Við erum náttúrulega líka að keppa við tíman. Svo stækkun heimsmarkaðskerfisins hingað til hefur í raun ekki verið alslæm. Í næstu viku gæti loftsteinn skullið á jörðinni og allt líf í þessu sólkerfi jafnvel vetrarbrautinni gæti þurkast út. En í staðin ef okkur tekst að búa til farartæki til að ferðist til annara sólkerfa og kveikja þar líf, þá munum við enn auka á tækniframfarir, sem gera okkur mögulegt að vernda og búa til meira líf í þessum heimi.

Ég gæti sjálfsagt haldið endalaust áfram að tala um þetta og ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekkert einfallt vandamál sem einhver einn aðili gæti leyst. Munið bara…. Verum ósammála bandaríkjamönnum(úúú við viljum gera heimsmarkaðskerfið svo stórt að það springur í tætlur) og pössum okkur á kínverjunum(guli kynstofninn mun yfirtaka jörðina… eða hvernig sem þetta var).

Þannig að endilega hatið “kommúnistana” eins og þið viljið og talið um þá eins og skýt, því að þessi skýtur mun safnast saman og drepa ykkur hægt og rólega. ÉG ER EKKI AÐ GERA ÚLVALDA ÚR MÝFLUGU!!!

Mjög pirraður “kommúnisti”!

DeathGuard