Svakalega er ég orðinn þreittur á þessari hræsni Íslendinga gagnvart hernaði, þá á ég við hvernig þeir spila sig sem hina friðelskandi þjóð þegar þeim hentar. Hvað um fortíðina ?

Var ekki landið numið af þrælvopnuðum Víkingum sem höfðu farið um með hernaði og rænt konum og þrælum á Írlandi ? Ég veit ekki betur en að við montum okkur af þeim uppruna þegar það hentar fyrir túrisma og markaðssetningu. Og héldum við ekki áfram að “höggva mann og annan” fram eftir öldum, hvern annan í höfðingjadeilum eða aðra sbr. Spánverja drápin 1600 og eitthvað ?

Og ég veit ekki betur en að við gerum þeim Íslendingum hátt undir höfði sem hafa tekið þátt í helstu stríðum síðustu 100 ára, og réttilega segi ég. Fjöldi barnfæddra Íslendinga barðist og féllu í Fyrri heimsstyrjöld aðallega undir merkjum Kanada (saga sem fáir vita um) og við áttum frækinn flugkappa í Breska Flughernum. Ýmsir “hálf-Íslendingar” hafa svo tekið þátt í stríðum seinni tíma og ávallt fengið athygli fjölmiðla hér, kannski óverðskuldaða.

Það sem hefur sérlega farið í taugarnar á mér upp á síðkastið er þegar allt fer í háaloft þegar eitthvað fyrirtæki tengt Íslandi er tengt við vopnaframleiðslu eins og þegar Alcoa var sagt vera vopnaframleiðslufyrirtæki af því að að eitthvað af þeirra framleiðslu fór í að framleiða einhverjar flaugar, “so what” ?

Fólk ætti að vera farið að gera sér grein fyrir flóknu ferli framleiðslu nú til dags svo að það er hugsanlegt t.d. að einhver hugbúnaðarupfinning Íslendings gæti hugsanlega verið notuð í eitthvað hernaðarlegs eðlis. Á sama hátt ætti fólk sem notar netið (og hver ekki í dag ?)að hugleiða að Internetið er runnið undan rifjum þróunardeildar Bandaríska hermálaráðneytisins DARPA. Staðreyndin er sú að flestar framfarir á flestum sviðum tæknilegra framfara undanfarin hundruðir ára eru vegna þróunar sem tengjast hernaði.

Þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði hundruðum mannslífa en drap fáa (þeir drápu stundum hvern annan) og ég hef alltaf viljað spyrja t.d. hann Steingrím J. hvort hann hefði ekki viljað að þessu fólki hefði verið bjargað ? Mest af þessum mönnum hefði ekki verið bjargað nema af þvi að Bandaríkjaher var hér með þessa björgunarsveit sem var fyrst og fremst ætluð fyrir þessa sveit orustuþotna sem þeir voru með hér. Á sama hátt má spyrja hvort það hefði verið rangt fyrir Íslensk fyrirtæki að fjárfesta í þyrlufyrirtæki af því að þyrlurnar voru hannaðar fyrir hernaðarnotkun ?

Íslendigar eru enn svo barnalegir og einfaldir þegar kemur að varnarmálum, þeir tala alltaf um “dáta” í niðurlægjandi tón, en skilja ekki þegar í öllum löndum með heri er talað um að fólkið sé í “þjónustu” fyrir landið. Það þýðir að það er tilbúið að gefa allt, þ.e. lífið fyrir landið sitt, þetta munu hinn eigingjarni Íslendingur aldrei skylja.