Þetta mál er að sjálfsögðu mjög umdeilanlegt.

Öll þessi stóru fyrirtæki í Bandaríkjunum eru í herferð gegn fólki sem eru að deila ólöglegum efnum á netinu, það sem við downloadum á netinu, bíómyndir, tónleikar og allt þetta. Í bíóum er byrjað að leita sem aldrei fyrr að myndavélum hjá fólki og mér finnst þetta allt of langt gengið. Það er farið að sporna gegn þessu eins og napster í gamla daga. Bara stærra mál.

Mjög þægilegt að geta farið bara á netið og náð í nýjustu bíómyndina sem er nýkomin í bíó.

Ég kom með þessa grein annarsstaðar líka og þá kom ónafngreindur maður með þessa skoðun.

“Þér finnst greinilega að þjófnaður sé í lagi? Settu sjálfan þig í spor þeirra sem standa í framleiðslu efnis, og eðlilega þurfa þeir að fá kostnað til baka og allt það. Þú yrðir nú ekki par hrifinn ef einhver kæmist yfir þitt efni og færi að dreifa því ókeypis á netinu?”

Ég persónulega er löngu hættur að fara í bíó, til hvers að eyða næstum því 1000kr í bíómiða þegar þú nærð í þetta frítt á netinu.

Ég er ekki sammála því að ég sé einhver þjófur.

_______Langar að taka eitt gott dæmi. Framleiðendur South Park þáttanna segja að þeir eru bara ánægðir ef eitthvað er ef fólk er að ná í þættina á netinu. Það skiptir þá ekki miklu máli. Þeir græða hvort eð er svo mikið á þeim.__________

Hvað finnst ykkur um þetta?