Jæja ég var að horfa á þessa heimildarmynd áðan og hef bara eitt að segja:

GOD HELP US ALL!!

Ég er sjálf trúuð og er skírð, fermd og hef starfað lengi með KFUM og K, farið í sumarbúðir, verið í kirkjustarfi og finnst trú mjög gott mál. Trúin hefur reyndar verið að dofna aðeins hjá mér en samt sem áður trúi ég á himnaríki og eitthvað almætti.

EN VÁ hvað ég varð reið þegar ég horfði á þessa mynd! Þegar fólkið byrjaði að segja að fólk skiptist í tvo hópa; þeir sem elska Jesú og þeir sem gera það ekki, Þá varð ég reið því það sem þau meina er að hinir hafi allir rangt fyrir sér. Trú getur verið svo margt! Það er hægt að trúa á svo ótal margt og það er ekki hægt að segja að eitthvað eitt sé það eina rétta. Ímyndaðu þér hversu margir aðrir trúa á eitthvað allt annað! Þessi mynd sýndi svo í raun hversu brenglað sumt fólk verður! Það er orðið svo ótrúlega öfgafullt hvernig þetta fólk er að túlka orð Drottins. Þú getur jú alveg lesið Biblíuna og túlkað allt í henni sem heilagar reglur. En þetta fólk gerir það OG magnar þær svo upp og í raun misskilur það sem drottinn er í raun að boða.

Ég varð líka ótrúlega reið þegar þau voru að tala um að fóstureyðingar væru alrangar. Getur einhver sagt mér að það sé rangt að eyða fóstri sem 12 ára stelpa gengur með afþví að henni var nauðgað og hún varð ólétt.. nei hélt ekki. Hver myndi vilja gera aumingja stelpunni það að ganga í gegnum meðgöngu! Hún myndi ekkert njóta hennar og barnið væri í raun bara mjög vond minning um það sem gerðist. Nú eða kannski ung stelpa sem verður óvart ólétt en sér ekki fram á það að geta séð fyrir barninu og ákveður því að láta eyða fóstrinu? Persónulega er ég EKKI á móti fóstureyðingum. Þetta er bara val sem manneskjur, sem betur fer, hafa.

Annað líka. Harry Potter! Já hann illi, vondi Harry Potter sem er ekkert annað en verkfæri djöfulsins til að freista okkar til þess að syndga. Hmm ..ég er nú ekki alveg sammála þessu (enda algjör HP nörd). Hann er bara sögupersóna. Hvað þá með Jesú? Hann gekk á vatni. Galdrar eða kraftaverk. Hann stöðvaði storm. Galdrar eða kraftaverk. Það er hægt að ræða þetta fram og til baka en satt að segja hefur Harry ekki leitt mig í neinar ógöngur. Ég er ekki dáin, ekki leið og það er engin rödd að hvísla í eyrað á mér að drepa fólk og syndga!

Maðurinn sem var frá LIFE að tala við þau um að vera á móti fóstureyðingum. Fannst einhverjum öðrum sem sá þessa mynd hann líkjast djöflinum frekar mikið. Allavega fannst mér það. Það versta fannst mér líka að sjá börnin með límband eða teip yfir munninum. Hvernig á það að tákna það að þau séu á móti fóstureyðingum. Og að leyfa þeim að standa þarna að mótmæla úti í nístandi kulda?!

EN svona til að gæta réttlætis þá veit ég að í flestum ef ekki öllum trúarbrögðum má finna bæði ofsatrúarfólk, fólk sem trúir en er ofsatrúar og svo fólk sem trúir en ekki mjög heitt. Það er ekkert að því að trúa ekki mjög heitt. Guð sagði sjálfur að við værum öll hans börn og þyrftum ekki að biðja upphátt til að hann gæti heyrt.

Þetta var allavega mín skoðin á þessari mynd og þessari trú hjá fólkinu. Endilega tjáið ykkur og ég biðst fyrirgefningar á öllum innsláttar og stafsetningarvillum sem hafa læðst aftan að mér við gerð þessa texta! Takk fyrir að hafa nennt að lesa rausið í mér :D
Fríða Björk hefur skrifað.