Frítt í Strætó framtakið hefur farið vel af stað að mínu mati. Ég heyrði viðtal við fulltrúa borgarráðs í útvarpinu um daginn og hann sagði aðsókn í strætó hafi aukist til muna og aukavögnum hafi verið bætt við á mörgum leiðum, sem hefur aldrei þurft áður.

En að sjálfsögðu er þetta kerfi ekki fullkomið eins og flest í þessum heimi.

Það er alveg óumflýjanlegt að einhverjir munu einhverntíman týna veskinu sínu, því stolið, eða eitthvað álíka, sem orsakar það að kortið glatast.

Hvað gerir maður þá?

Auðvitað þarf maður að sækja um..
Nýtt ökuskýrteini.. 3.900 kr
Ný debetkort.. 0 kr
Ný kreditkort.. 0 kr
Nýtt strætókort.. 10.000 kr

Rétt er það. Það kostar 10þús kr að fá nýtt “frítt í strætó” kort ef það glatast.

Þess má einnig geta til samanburðar að nýtt vegabréf kostar 5.100 kr.

Mér þætti gaman að vita hvernig þessi upphæð er réttlætt, þar sem þetta er plastkort sem er ekki einu sinni með mynd á.

Kostnaðurinn við að framleiða svona kort getur ekki verið meiri en nokkur hundruð krónur, fyrir utan það að það er auglýsing frá Landsbankanum á þeim.

Hvað fer þá þessi 10þús kall í?

Einhverskonar refsing til að maður passi betur upp á kortið sitt?
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”