Ég hef verið að heyra frá öruggum heimildum að Skjár Einn sé nú á barmi gjaldþrots. (Ef þeir voru við bakkann áður, er nú einn putti sem heldur þeim frá því að detta framaf bakkanum!)

Skjávarpið og Japis eru 2 dótturfyrirtæki þeirra sem verða keyrð í þrot strax á nýju ári.

Fréttirnar sem við heyrðum ekki alls fyrir löngu að endurfjármögnuninni væri lokið er ekki öll eins og hún sýnist.

Rétt er að fjármögnun er lokið en þeim gekk ekkert að fá fjármagn beint inní fyrirtækið. Þeim bauðst, sem þeir svo tóku að fá 280 mills sem eru árangurstengdar!!!

Fengu 80 mills til að byrja með og fá síðan aðrar 80 mills þegar þeir hafa náð umsömdum árangri í rekstri. Ákveðni hagræðingu, sölu og svo koll af kolli. Þessu eru þeir ekki að ná og því er peningaflæðið inní fyrirtækið frosið.

Þetta er ég að heyra…endilega ef þið hafið einhverju við að bæti skellið því inn.

kv
gg