Ég hnaut um sömu ræðu Bushs og greatness.
Það vita væntanlega margir að ég er ekki stuðningsmaður utanríkisstefnu Bandaríkjanna né þeim hroka sem einkennir hana.
Á mánudag útskýrði Bush fyrir mig af hverju.

Í fyrr nefndri ræðu leggur Bush grunninn að innrás í Írak. Hann segir:
"Hann [Saddam Hussein] verður að hleypa eftirlitsmönnum aftur inn í landið sitt til þess að sýna okkur að hann sé ekki að framleiða gjöreyðingarvopn."

Segið mér nú, er ég bara að bulla eða er það ekki hreinn og beinn hroki, eða kannski bara algjör siðblinda, að framleiða sjálfur gjöreyðingarvopn en banna öðrum að framleiða þau?

NB ég vil ekki að Írakar fari að smíða kjarnorkusprengjur, en meðan heimurinn leyfir einu landi (nokkrum löndum) að smíða þær þá getur hann ekki bannað öðru landa það.

Ef þetta er ekki nóg, þá er hægt að nefna það að núna í sumar þá komu Bandaríkjamenn í veg fyrir að eftirlitsákvæði yrði sett í bann við sýklavopnum vegna þess að ÞEIR VILDU EKKI HLEYPA EFTIRLITSMÖNNUM INN Í BANDARÍSK FYRIRTÆKI!!!

P.S. Vísuðu Írakar ekki eftirlitsmönnum úr landi vegna þess að einhverjir þeirra voru að njósna fyrir Bandaríkin?

Kveðja,
Ingólfur Harri