Lúkasarmálið - Helgi Rafn & Fjölmiðlar/Netverjar Það er verið að segja að Netverjar hafi tekið æruna af þessum Helga Rafn í fréttablaðinu, ég vil meina að hverjir sem bjuggu til þessa lygi til að byrja með sé að kenna svo ekki sé minnst á þá sem birtu fréttina um hana, fjölmiðlarnir sem fjölluðu um þetta án þess að grennslast betur fyrir um hvort það var eitthver fótur fyrir þessu hundadrápi ættu að hreinsa sig af þessu máli því hluti af ábyrgðinni liggur náttúrulega hjá þeim, það er skítlegt að reyna að kenna Netverjum um því þeirra sök var bara að trúa lyginni sem var prentuð/sjónvarpað, ekki að furða að fólk æsist upp þegar æsifréttamennskan hleypur með suma fréttamenn í gönur.

Það er því ekki að furða að þetta mál fari svona fyrir brjóstið á eitthverjum á netinu sem og annarsstaðar ég hef heyrt fólk segja (ekki á netinu!) við mig að það ætti að taka svona lið og setja það í poka og sparka í það, svo það þýðir ekkert að reyna að klína þessu á Netverjar eingöngu þetta var allt samfélagið sem var að tjá sig um þetta mál takk fyrir, en þetta gerðist aldrei svo það er ekkert að marka ummæli sem taka mið af atburði sem átti sér aldrei stað, það væri einsog að reyna að rukka skatt fyrir laun sem aldrei hafa verið greidd.

Netverjar eru blóðheitt fólk sumt hvert einsog margur annar í samfélaginu og eðlilegt að þeim blöskri ef eitthvað svona ómanneskjulegt er lagt á borð fyrir það í fjölmiðlum, þetta ætti að vera lexía fyrir alla sem keyptu lygina um að taka öllu svona með góðum fyrirvara hvort heldur fjölmiðlar eða netspjöll, ég held það sé ráð fyrir þá að sýna meira aðhald og gagnrýnni hugsun í framtíðinni

Ég er hinsvegar ekki að fara að afsaka hvern þann sem birti nafn þessa Helga Rafns, fólk verður að átta sig á að það er að fara yfir strikið með því að nafngreina aðra í tengslum við svona mál án þess að hafa fyrir því eigin persónulega reynslu, eða a.m.k. góðan fyrirvara ef að upplýsingarnar eru ekki 100% áreiðanlegar.

Það eru einfaldlega ekki allsstaðar áreiðanlegar heimildir á netinu, allt sem fer fram á bloggfærslum og spjallborðum ber að taka með góóóðum fyrirvara og það á líka við um þessar hótanir um líkamsmeiðingar til handa hunddráparanum (sem enginn er) einsog ég er alveg handviss um að eigi eftir að koma fram ef af eitthverri lögreglurannsókn verður, þá á enginn eftir að segja að þeir meintu eitthvað með þessum ummælum sérstaklega eftir að upp komst um lygina.

Ég vona að það sé ekki verið að reyna bara að græða pening á málaferlum það er öllum ljóst að þetta var rógburður núna, en ef eitthver heldur því ennþá fram að Helgi Rafn hafi gert eitthvað á hlut Lúkasar eftir sem áður þá væri viðkomandi aðila náttúrulega ekki við bjargandi og bara að biðja um meinyrðamál og vesen.

Ég tel að þeir sem létu plata sig svona uppúr skónum í að kasta skít í hann Helga ættu að sjá sóma sinn í að bera fram afsökunarbeiðni á viðkomandi spjallsvæðum sem þeir tjáðu sig á um málið, þetta þarf ekki að verða meira mál ef allir eru sammála um það.

Já og vinsamlega lesið allan textann ef ætlið að commenta takk.
...