Gefum til baka í strætó Mér finnst mjög lélegt að ekki sé gefið til baka í strætó.
Slíkt kerfi á auðvitað að vera löngu komið á, það myndi auka þjónustu strætó eitthvað.
Því betri sem þjónustan verður því fleiri farþegar bætast við. Það er fáranlegt að þurfa að hlaupa út í sjoppu eða einhverja verslun til að skipta seðli og geta þá borgað rétt verð í strætó,sérstaklega þegar verðið er 280 kr. maður er ekki alltaf með hundraðkalla og tíkalla á sér. Einnig hef ég heyrt að fólk þurfi að fresta því að taka strætó vegna þess að það er bara með einhvern seðil á sér og tímir ekki að eyða heilum 500,1000,2000,5000 kr. seðli í eina strætóferð, þetta viljum við ekki að komi fyrir neinn sem nýtur þess að taka strætó.
Í langflestum nágranna þjóðum okkar (t.d Danmörku) er gefið til baka í strætó og mjög þægilegt að vera með allri fjölskyldunni og geta borgað seðil og fengið afganginn tilbaka, en ekki borga með einhverju tonni af klinki. Sumir halda kannski að þetta muni gera þjónustu strætó seinlegri en það er ekki rétt, Þetta er nánast bara eins og að fá sér skiptimiða eða allavega var það þannig þegar ég var Danmörku, Við réttum bílstjóranum seðilinn og hann var með klinkið í sérstöku tæki, þar sem nóg var fyrir bílstjórann að ýta á nokkra takka og peningurinn kom út. Þetta tók ekki nema nokkrar sekúndur og þetta gerir hann nánast bara á meðan dyrnar strætóins lokast svo þetta tekur engan tíma frá bílstjóra og veldur nákvæmlega engum seinagang.
Ég hef heyrt fleiri kvarta undan því að þessa þjónustu vanti og vona að þeir sem stjórna stræto og geti gert þessa þjónustu að veruleika geri það.
Þetta virðist vera ósköp eitthvað mikið væl hjá mér en málið er ég lenti í þessu fyrir stuttu, var bara með 1000 kall á mér og var nýbúinn að fara í bíó með tvem vinum mínum. Þar sem þeir eiga heima á allt öðrum stað en ég voru þeir farnir í annann strætó heim til sín og ég hafði ekki fattað að biðja þá um að lána mér tvöhundruð og 80 krónur fyrir strætóferð.
Ég vissi ekki sjálfur að ég hafði bara 1000 kall á mér og ekkert klink til að borga mig inn en svo kom strætóinn, ég fór í veskið og fann bara 1000 kall vá ég pirraðist svo mikið, og ætlaði sko ekki að borga 1000 kall fyrir eina strætóferð.
Ég hefði sko ekki náð að hlaupa í næstu verslun sem var langt í burtu en það var ekkert annað að gera heldur en að labba í næstu verslun og skipta peningnum og taka næstu strætó ferð sem kom eftir hálftíma mér datt svo í hug á leiðinni heim í strætó að skrifa grein strax hér, einnig sendi ég hana í Morgunblaðið og vona að þessi þjónustu komi. Það er óþolandi þegar þetta kemur fyrir mann.

Ég var að skoða einhverjar kvartanir út af þessu á netinu og það er greinilegt að fleirum finnst að þessi þjónusta eigi að koma.