Óbeinar refsingar og áróður í fjölmiðlum Fann ekki betra nafn.

fyrir þá sem sáu Morgunblaðið í dag (13/07 '07) þá prýddi þessi grein forsíðuna: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1279936

og er byggð á þessari skýrslu Umferðastofu http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?detail=3525&name=frett_ny

Samkvæmt us.is voru 28 banaslys í umferðinni í fyrra og mátti rekja 70% þeirra til eftirfarandi þátta: hraðakstur, ölvunarakstur, bílbelti ekki notuð, sofnað undir stýri, biðskylda ekki virt, lyfjanotkun, ökutæki rennur til/lausamöl, veikindi, ölvaður gangandi vegfarandi og grunur um sjálfsvíg.

Þetta eru staðreyndir. Síðan fara Umferðastofan og Morgunblaðið því miður út í þá áróðursgrifju að ráðast á fíkniefna notkun með sýnu orðalagi
Í 14 banaslysum árið 2006 voru ofsaakstur, áfengi og fíkniefni meginorsök slysanna
en síðar í báðum greinum kemur fram að ölvun ökumanns sé að bara 9 af þessum 14 slysum, rúmlega helmings, og að ölvun vegfarandi sé að baki 2 af 14. Það eru 11/14 þeirra banaslysa sem um er getið.

Hvað þá með hraðakstur og vímuefni? Jú, það kemur fram að aðeins eitt banaslysa í fyrra var af völdum vímuefna og 2 þá vegna hraðaksturs.

Af hverju er þá verið að fella þetta allt í sama flokk?

Eins og sést í grein Morgunblaðsins reyna þeir greinilega að nota þetta orðalag Umferðastofu til að ráðast gegn fíkniefnum og segja:
Sextíu brot, sem varða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, voru skráð hjá lögreglu í júnímánuði eingöngu. Jafngildir þetta tveimur brotum á dag í júní. Eru því skráð brot í þessum málaflokki orðin 210 talsins á tímabilinu 1. janúar til 30. júní. Í fjórtán banaslysum í fyrra voru ofsaakstur, áfengi og fíkniefni meginorsök, en þetta er helmingur allra slysa á árinu, skv. upplýsingum frá Umferðarstofu.
Ég veit ekki með ykkur en mér sýnist vera að fegra þessar aðgerðir lögreglu meira en raun ber vitni. Ég er ekki hlynntur því að fólk keyri undir áhrifum vímuefna en það er óþarfi að beygja sannleikann. Þessi frétt fjallar ekki um hraðakstur og áfengi, af hverju þá að taka það með í reikninginn? jú, til að ná þessari 50% tölu.

Þarna kom líka annað vandamál fram. Ef ég vitna í sjálfan mig: Ég er ekki hlynntur því að fólk keyri undir áhrifum vímuefna
Eins frétt Morgunblaðsins greinir frá þá er alls ekki verið að koma í veg fyrir það að fólk keyri undir áhrifum heldur hvort það finnist vottur af efnunum í líkama ökumanns, hvort sem það valdi vímuáhrifum eða ekki.
Það eitt að ávana- eða fíkniefni mælist í blóði ökumanns merkir að hann er þar með orðinn óhæfur til að stjórna ökutæki
Eins og glöggir menn sjá kemur þetta sér sérstaklega illa fyrir þá sem kjósa að neyta kannabis efna þar sem leyfar af efninu geta mælst í líkamanum allt upp í mánuð ef ekki lengur, þó svo að vímuáhrifin séu löngu farin.
Þarna þykir mér löggjafinn farinn að beita óbeinum refsingum, þar sem neysla vímuefna er ekki ólöglegt á Íslandi og ekki hægt að sekta eða dæma fólk fyrir það eitt að vera undir áhrifum vímuefna þá nota þeir þetta sem refsingu í staðinn, sama hvort vímuáhrifin eru eða ekki.

Ef ökumaður er staðinn að akstri undir áhrifum einhverra ólöglegra fíkniefna missir hann ökuréttindin og skiptir þá engu hversu lítil eða mikil vímuáhrifin eru. Það hafa hlotist af mjög alvarleg slys vegna þessara brota, jafnvel banaslys

ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr þessu eina banaslysi í fyrra, en staðreyndin er að þetta var aðeins eitt banaslys sem gert er gífurlegt mál úr. Ekki var tekið fram hvaða vímuefni þetta var en mér finnst mótaðgerðir vera meiri árás gagnvart kannabisneytendum en þeirra eiginlega ætlunarverk. Að verja fólk í umferðinni.

Eins og fyrirsögn síðari hluta fréttarinnar segir “Ekkert umburðalyndi”.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig