Hér ætla ég að gagnrýna “dýraverndunarsamtökin PETA”. Þess má geta að þetta var upphaflega skrifað fyrir blogg en ég vona að það aftri þessu ekki frá því að koma sínu til skila.

Taka það strax fram að ég er á móti óþarfa ofbeldi og sársauka dýra almennt [þrátt fyrir að ég styðji Ragnarök ef út í það er farið] upp að ákveðnum punkti. Auðvitað er ég á móti slæmri meðferð á dýrum en ég sé ekki bara svart og hvítt.
Prófanir á rottum eða dýrum sem að finna ekki einu sinni til sársauka = I really don't give a rats ass [because I am emotionally driven to a certain point and care less about rats than dogs]. Prófanir á dýrum for the greater good [mikilvægar lyfjaþróanir og annað þvíumlíkt] eru allt annað mál heldur en að berja hunda upp á flippið.
Mér finnst PETA einfaldlega ekki vera aðferðin til að leiðrétta þetta ranglæti. [Svo er náttúrulega annað mál að það er margt fleira út í heiminum sem að þarf að laga og þetta á ekki endilega að vera í brennipunktinum [en þetta er í brennipunktinum hjá sumum].]

—-

PETA = People for ethical treatment of animals
[Ethical er afstætt hugtak og á í raun ekki rétt á sér í heiti á svona fjölmennum samtökum, smáatriði.]

PETA stunda það að “bjarga” dýrum. Ósjaldan eru landslög brotin við þennan gjörnað eða þá að þessi gjörnaður brýtur í bága við landslög sjálfur.
En það er ekki aðalpunkturinn hérna.
Oft eru dýrin sem að þau “bjarga” í slæmu ásigkomulagi. Til þess eru PETA með stóran frysti í aðalstöðvum sínum. Já, þau drepa dýr þar. Einungis 1/3 af dýrunum sem að PETA “bjargar” lifir af.
Er þetta “ethical”? Líkdráp á mönnum eru bönnuð svo ég viti til… Hví ætti það að vera öðruvísi með dýr? Eru þetta ekki bara morð á dýrunum, sama hverjar afsakanirnar kunni að vera?
Eða er þetta kannski allt í lagi?

Svo eru PETA á móti gæludýrum. That's right. Þeir vilja ekki að neinn eigi gæludýr.

Svo má ALDREI GLEYMA því hvað dýratilraunir hafa hjálpað læknisvísindunum mikið. Lyf sem að hafa verið prófuð og þróuð með dýratilraunum og innihalda efni úr dýrum bjarga milljónum manna. PETA er algjörlega á móti þessu.
Einni af aðalkonunum í PETA, Ingrid minnir mig, er haldið á lífi með lyfjum sem að einmitt innihalda efni úr dýrum [dauðum dýrum, sem að þarf að drepa til að fá efnið.] Þetta er náttúrulega skandall en hún vill meina að þetta sé allt í lagi í hennar tilviki, sem er bara hræsni.

Svo er náttúrulega þetta extreme fólk. Fólk sem að brennir hús og beitir ofbeldi til að vernda hænur frá þeim sem að þeir telja vera “vondu kallana”. Fólk í toppstöðum í PETA hefur verið sakfellt fyrir að brenna hús og annað þvíumlíkt.
Þessir extreme activists [ALF] vilja meina að ofbeldi sé allt í lagi. Bara allt í lagi að berja þennan gaur svo að hann verður fatlaður af því að við erum nokkuð vissir um að hann hafi sparkað í hænu.
PETA ofsótti meira að segja höfuðpaur dýraeftirlitsins, sama stofnun og bjargar 63 þúsund heimilislausum dýrum á ári. [Sem að er btw. 30falt meira en PETA gerir.] Það mætti halda að PETA væri skallhuga [þýðing: abbó].

Fólkið á toppnum er að græða á þessu líka. Þetta er ekkert bara góðgerða blabla sko. Það er hægt að færa sönnur á því. En þar sem að ég er að stikla á stóru nenni ég ekki að fara frekar út í það.

Ætla að stoppa hér örstutt og segja að ég er stoltur af þér fyrir að vera að lesa þetta. Þú tekur þér tíma og kynnir þér hliðar á málinu. Þú lætur ekki sannfærast af einföldum áróðri. Ein/n af fáum sem að horfa lengra heldur á fyrstu myndina af blóðugu dýri.

Kjötætur borða dýr. PETA getur ekki breytt þessari staðreynd. Sársauki og dauði eru óumflýjanlegir.



Ég er bara nokkuð viss um að það sé margt meira worth spending time on heldur en PETA. Lífið er grimmt. Líttu bara á fólkið í Afríku. Rónana á Ingólfstorgi. Stríð í Miðausturlöndum. Áfengismeðferð Lindsay Lohan. Fangelsisvist Paris Hilton. Ég er þyrstur. Ég að keyra út í kapítalískan stórmarkað og eyða árslaunum fátækra vinnuþræla í Úsbekistan í kókflösku og Séð og heyrt. Lífið er yndislegt í vernduðu umhverfi. Ignorance is bliss.
muuuu