Mér brá ekkert smávegis í morgun. Var að hlusta á útvarpið er smá innskot kom frá þáttastjórnanda.

Frétt úr Austurbæjarskólanum:(grunnskóli)

Svínakjöt verður ekki á boðstólum framar í mötuneyti skólans af tillitsemi við trú nokkura nemenda, sem ekki mega neyta svínakjöts, vegna trúar sinnar.

Ekki kom fram hvort um nýbúa sé að ræða, né hvaða trúar þessir nemendur eru.

Tvennt kemur til greina:
Íslenskir nemendur eða nýbúar.

Ef um íslenska nemendur er að ræða þá hljóta þeir að vera fáir.
Eins á um nýbúa, þeir geta ekki verið margir.

Þarna er verið að gróflega mismuna meirihluta nemenda vegna hagsmuna(trúar) fárra.
Hvernig er með að meirihlutinn ráði, og minnihlutinn aðlagi sig aðstæðum?
Með aðlögun á ég ekki við að neyða þá til að neyta svínakjöts, heldur að þeir taki bara með sér nesti þá daga sem slíkt kjöt er á matseðlinum. Eða mötuneytið bjóði upp á eitthvað annað fyrir þessa nemendur.

Stjórnendur skólans boða að matur frá hinum ýmsu löndum heims verði á boðstólum, svo nemendur kynnist matagerð annara landa.
Þetta rennir stoðum undir að þessi aðgerð sé gerð til að þóknast einhverjum nýbúum.

Ja hérna. Við erum strax farin að breyta okkar siðum til að þóknast(aðlagast) nýbúum. Hvað verður næst?
All is well as ends Better. The Gaffer.