Ef það er eitthvað sem þið Íslendingar eru stoltir af, þá er það málið ykkar.
Þið gerið allt til að geta montað ykkur yfir því. Egyptar hafa Pýramídana,
Kínverjar kínamúrinn, Danir Charlsberg, Hollendingar löglegt hass og við
íslendingar eigum þetta blessaða tungumál. Það getur vel verið að þetta er flott
tungumál og er einstakt. Margir erlendir málfræðingar finnst þetta tungumál
svo spennandi að þeir læra það. Þessi tunga ykkar hefur einnig verið talinn útflutningsvara!

Þetta tungumál hefur verið verndað í mörg þúsund ár og er einnig talið eitt
hreinasta mál sem er talað hér á jörðu. Þið hafið reynt að halda öllum
“slettum” úr tungunni og í stað fyrir að taka orð úr erlendum tungumálum þá hafið þið búið til ný orð. Hver kannast ekki við þessi fallegu orð eins og sjálfrennireið og nýbúi.

Það er engin vafi að þið íslendingar elska tungumálið ykkar. Og afhverju ættuð
þið ekki að elska það? Það er heimsins besta, eins og flest allt hérna á
Íslandi.

Þið meira að segja stefnu sem við köllum “hreina Íslensku” stefnuna sem
gengur út á það að einangra íslenskuna frá öðrum tungumálum því ekkert er nóg
og gott fyrir okkar íslensku.

Það er fallegt að heyra litla íslenska krakka sem eru að syngja fleiri hundruð
ára ljóð um krumma á hreinni íslensku, þótt að krakkarnir hafa ekki hugmynd hvað helmingurinn af orðunum þýða. En það gerir ekki neitt, því að ykkar heitt elskuðu málfræðingar í Háskólanum hafa alltaf svör við öllu. Þeir geta alltaf fundið grunnin að orðinu, sagt okkur hvað þau þýða og slegið okkur með potaloki í höfuðið ef við beygjum það vitlaust

Það er íslenska sem mótar íslensku þjóðina. Það er henni að þakka að við erum
þar sem við erum í dag. Eitt ríkasta land heims og stefnir að verða það
ríkasta! Það er henni að þakka að tæknin er eins góð og hún er og að
velferðarkerfið er eins gott og það er í raun.

Guð blessi tungu okkar því að án hennar erum við ekki íslendingar. (?)



Og það er hér sem ég set spurningarmerkið.
Það er eingin vafi á því að þið íslendingar eru stoltir af tungu ykkar og það
er góð ástæða fyrir því.

En erum þið ekki að ganga dálítið of langt með því að segja að íslenska gerir
mann íslenskan. Og þessi hreinræktun á tungunni. Er hún að verða einum of?
Hversu langt viljum við ganga til þess að halda tungunni. Og hvað með okkur
hina sem tala ekki hreina tungu? Erum við ekki hluta af samfélaginu?

Tjáningarfrelsi er eitt af því sem ég vill nefna í þessu samhengi.

Er það réttlátt að birta ekki góða grein eftir höfund sem hefur mikið að segja
en lélegt málfar og stafsetningu. Auðvitað þurfum við öll að vanda okkur þegar við skrifum, en að neita að birta grein vegna lélegrar kunnáttu í íslenskri málfræði?

Ég er ekki að tala um innslátursvillur. Það getur þú leiðrétt með púkanum á
Word. Ég er að tala um þegar höfundurinn gerir sér ekki grein fyrir því að
málfar hans er rangt.

Það leiðir af sér að vissir aðilar geta ekki tjáð sig. Ég er sérstaklega að
tala um nýbúa (eins og það er kallað á fallegri íslenzku). Það er mjög sjaldan
sem maður hefur heyrt í nýbúum hér í íslenzkum fjölmiðlum.

Það fer í taugarnar hjá okkur að lesa lélega íslenzku, já meira að segja mér. Það er af því að við erum sífellt að ritskoða okkur sjálf og vera viss um að það sem við segjum er rétt. Er það gott? Það er orðin viss hræðsla við að tala vegna þess að við erum hrædd um að það sem við segjum verði málfræðilega rangt.

Og hversu mikils virði er þessi tunga íslensku þjóðinni í alvörunni?
Hefur þessi tunga einangrað okkur?
Leggjum við of mikla áheyrslu á íslensku í grunnskóla?
Er Íslenska ritskoðunartæki?

Hvað ætti ég að vita um það…
Ég er bara einhver helvítis bauni!

–Krizzi-

Og ég nenni ekki að biðjast afsökunar vegna stafsetningarinnar enn og aftur!
N/A