Maður skilur ekki þetta viðhorf hjá fólki sem reykir ekki.Hvar er óréttlætið að koma fram í þessum málum? Ég hef verið að fylgjast með umræðum um reykingarbannið hér á Hugi.is, það eina sem þær umræður hafa sýnt mér er það hversu óþroskað lið getur verið!
er ekki hægt að ræða þessi mál á málefnalegum forsendum?
Ekki þetta skítkast og svo ekki sé minnst á barnalætin í sumum.

Ekki það að ég sé að mæla reykingum bót!
en ég þoli ekki að lesa eða hlusta á fólk sem ekki geta fært rök fyrir máli sínu og fela sig undir dulnefni og halda að það leyfilegt að segja og gera það sem fólki sýnist.

Það sem hefur dottið dálítið út úr þessum umræðum eru réttindi eigenda veitinga og skemmtihúsa. tala síst um réttindi reykingarmanna!

það virðast flestir sem ekki reykja tala um stórt skref í mannréttindum með þessu banni. það eina sem er hægt að sjá af þessu banni er hve langt skref afturábak hefur verið tekið í almennum mannréttindum, með því að banna tæpum 30% þjóðarinnar þann sjálfsagða hlut að reykja! (sem jú ríkið flytur inn tóbakið sem er löglegt hér á landi).

Afhverju er réttara að vísa einum hópi út en öðrum inn?
Það sem margir reyklausir hafa sagt er það að það séu sjálfsögð réttindi þeirra að fara inn á staði án þess að það sé reykt þar, ég skil þau sjónarmið mjög vel. en það var enginn að neyða þann sem reykir ekki að fara inn á staðina þar sem er reykt, en aftur á móti var þeim ekki bannað að koma inn.

eins og reyklausir telja það rétt sinn að staðir séu reyklausir(en gleyma því að eigandinn ákvað það hvort var reykt eður ei inni á sínum stöðum)þá hlýtur það að vera sjálfsagður réttur reykingarmanna að mega reykja á tilteknum stöðum.

(til að fyrirbyggja miskilning margra þá er ég ekki að tala um neinskonar biðskýli, stofnanir né skóla)

ég er þá ekki að tala um að neyða reykingar á mann né annann, ég er að tala um það að eigendur eigi að ráða þessu sjálfir og að það sé hægt að opna staði í framtíðinni sem megi reykja inni á(einu sinni enn það neyðir enginn rayklausa þar inn).

Með kveðju,
Vonandi að hægt verði að gagnrýna og ræða þetta á málefnalegum grundvelli.
Antisport