Jæja. Ég hef ákveðið að láta mína fyrstu grein á Huga fjalla um þetta blessaða reykingabann, sem gekk í gildi síðastliðinn föstudag.

Jújú, ég skil alveg þetta dæmi hjá reyklausa fólkinu að vera svona í skýjunum yfir reykingabanninu. En við hin sem reykjum erum kannski ekki öll jafn kát. Ég er að reyna að sjá þetta með augum sem flestra, en ef það virkar ekki hjá mér, þá er það bara fínt líka.

Í fyrsta lagi, finnst mér þetta vera að skerða frelsi þeirra sem reka veitingastaðina.

Ég þekki t.d. einn, sem á veitingastað hérna úti á landi. Hann reykir sjálfur inni á staðnum sínum. Og á hann núna bara að fara útí rokrassgatið og rigninguna að reykja, afþví honum er bannað að reykja inni á eigin veitingadstað?

Samt var hann svo sniðugur að leyfa aðeins reykingar á efri hæð staðarins, en ekki á þeirri neðri. Ég efast um að þeir sem þola ekki reyk hafa mikið verið að kvarta undan því.

Jújú, þetta er val hvers og eins hvort hann byrji að reykja eður ei [Nema honum hafi verið hótað eitthvað hrikalegt og í kjölfarið byrjað að reykja], en hvers vegna er svona miklu betra þegar fólk drekkur inni á stöðum heldur en þegar það reykir þar? Ég veit um mikið af fólki, þar á meðal sjálfa mig, sem finnst miklu óþægilegra að vera innan um fólk sem er að þamba áfengi heldur en fólk sem er að njóta nikotínsins síns í formi rjúkandi tóbaks. Ekki það að ég hafi eitthvað hrikalega mikið á móti áfengi.

Þeir sem settu þessi lög [Sem ég hef bara ekki hugmynd um hverjir eru] hafa greinilega þá skoðun að það sé skárra að fólk sé að skíta út heilasellum vegna áfengisneyslu, heldur en að hósta slími vegna reykinga. Ætti ekki bara að banna drykkju á veitinga- og skemmtistöðum líka?