Ég ætla að gera ráð fyrir að allir viti allt um ástandið og þá nauð sem ríkir í Vestur-Sahara, sem ýmsir aðilar (aðallega Marakkó) hafa valdið. Ýmiss mannréttindabrot o.fl. sem virðist vera landlægt í gömlu evrópsku nýlendunum
Vestur Sahara hafa beðið alþjóðasamfélagið að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt sinn, sem myndi þýða að þeir myndu öðlast sjálfstæði (eða allavega hafa rétt á að lýsa sig sjálfstæð) frá Marakkó, og margir hafa gert það, alls 45 ríki auk Sameinuðu þjóðana og Afríkusambandsins, en 25 lönd viðurkenna yfirráð Marakkó.

Ísland hefur viðurkennt rétt hvorugra aðilana. Ég leitaði uppi Vestur-Sahara á alþingi og það leit út fyrir það að landið hafi einu sinni borið á góma þingmanns. Það var fyrirspurn á seinasta þingi frá Þórunni Sveinbjarnardóttur sem spurði utanríkisráðherran (Valgerði Sverrisdóttur (Samf.) (Framsóknarf.)) hverjar ástæðurnar væru að ekki væri búið að viðurkenna sjálfstæði Vestur Sahara. Ég fann ekkert svar við þeirri fyrirspurn.

Ég hef lengi talið mig vita ástæðurnar og í fréttablaðinu í dag var nokkurskonar staðfesting á því. „Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku“ var fyrirsögn fréttablaðsins í dag. Óbreitt ástand þýðir að við megum halda þessum veiðum áfram án þess að þurfa að gera nýja samninga, sem kostar bæði tíma og fyrirhöfn. Ég veit ekki hvort við erum í raun að veiða innan lögsögu Vestur-Sahara en það kæmi mér ekki á óvart þar sem lögsagan þeirra tilheyrir Marakkó.
Ef svo reynist er Ísland lítið skárra en síðnýlenduþjóðinar sem borga lægra verð fyrir afurðir í skiptum fyrir kúgun og mannréttindabrot.

„Ísland hefur nú ekki viðurkennt yfirráð Marakkó svo við erum nú ekki alslæm í þessu máli,“ kunna margir að segja. En við erum ekki svo saklaus, þögn í þessu máli, sem og flestum öðrum málum, er samþyggi á óbreytt ástand. Sum sé, við höfum samþykkt áframhaldandi örbyggð barna, áframhaldandi ólöglegar handtökur og áframhaldandi volæði Sahrawi-manna.