Greinin sem ég skrifaði um íbúðakaupin fékk mig til að pæla aðeins meira en bara í „verði íbúðalána“

Eins og við öll vitum er eitthvað að gerast í hagkerfinu okkar, hagkerfinu okkar sem byggt er á einum óstöðugasta gjaldmiðli í heimi, krónunni.
Þegar slæm umræða um bankana í landinu dregur úr virði gjaldmiðilsins okkar þá má segja að það sé eitthvað að, en jæja…

Eins og kom framm í fyrri greininni þá eru íbúðalán glæpsamlega dýr hér á landi á meðan þau eru verðtryggð.

En þau eru ekki bara dýr fyrir vikið, verðtryggingin eykur áhættu bankanna töluvert og áhætta lántakenda er í raun gríðarleg.

Íbúðalánin eru tengd við efnahagsástandið í landinu!!!

Hafiði hugsað um hvað það þýðir?

Það þýðir að ef það hitnar í kolunum hérna, sem á nú einhverntíman eftir að gerast (betra fyrr en seinna), þá skapast ástand sem lýsir sér í eftirfarandi:

Rekstrarerfiðleikar neyða fyrirtæki tilað segja upp fólki, þeir hlutfallslega dýrustu fara fyrst, ég mundi giska á fólk sem vinnur við jaðar- og stoðstarfsemi innan sinna fyrirtækja, s.s. hagrætt í tölvudeildum, markaðsdeildum o.s.f. þeir sem eru með lægst laun og eru mikilvægir fyrir kjarnastarfsemi fyrirtækja munu vera nokkuð öruggir, t.d. afgreiðslufólk og skúrarar.

Smærri fyrirtæki sem eiga allt sitt undir fáum stórum kúnnum munu leggja upp laupana þar sem þeirra viðskiptavinir munu draga saman í útgjöldum.

Fyrirtæki sem hafa úthýst hluta starfsemi sinnar til ótraustra fyrirtækja, t.d. leiga á hugbúnaði munu líða fyrir það á versta tíma, s.s. þegar þjónustuaðilinn fer á hausinn og tölvukerfið virkar ekki eins og það á að gera eftir tilfærslur og breytingar. Þetta mun kannski draga einhverja á hausinn.

Fólk á eftir að tapa gríðalegum peningum á hlutabréfamarkaðinum…

Þegar peningamagn í umferð minnkar svona hratt verður erfitt að standa undir hárri – verðtryggðri greiðslubyrði, ekki bara fyrirtækin, líka þeir sem verða að sætta sig viðlægri tekjur og jafnvel atvinnuleysi.

Bankar eru undir þetta búnir að nokkru leiti, komnir með reynslu af leigumarkaðinum þar sem þeir kaupa íbúðir þeirra sem geta ekki borgað en leyfa þeim að leigja – náttúrulega þar til leigan verður of há, þá er þeim sparkað út.

Það sem Davíð Oddson sagði fyrir stuttu, að það kæmi niðursveifla er engin lygi. Hann sagði reyndar að ef hún væri skammvinn þá gætu flestir afborið afleiðingarnar.

En hver trúir því í einlægni að þegar stýrivextir eru um 14% og verðbólgan 5-7% á ári að lendingin verði mjúk?

Ég er þó bjartsýnn og gef mögueikanum „mjúk lending“ 5-10% líkur en möguleikinn „hell on earth“ slær þetta út með 10-15% líkindum.