Stundum held ég að stjórn þessa lands sé alveg drullu sama um allt það unga fólk sem tórir á þessum klaka.

Ég er búin að lenda í tveimur grunnskólakennaraverkföllum, einu framhaldsskólakennaraverkfalli og nú er verkfall tónlistarkennara í fullum gangi.

Samningar eru ekki einu sinni í sjónmáli, þau tilboð sem kennararnir hafa fengið eru hreint og beint niðurlægjandi og ég er ekki að sjá að neitt sé að þokast!

Ég er bara svona að spá hvort öllum sé sama?!

Vinstri-Grænir eru þeir einu sem búnir eru að lýsa yfir stuðningi við tónlistarkennarana, annars hefur lítið sem ekkert heyrst frá ríkisstjórninni!

Málið er að mínu mati þverpólitískt, R-listinn hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi en mér sýnist D-listamenn ekki vera að gera neitt af viti heldur.

Það sem mér finnst vera meira áberandi er sú blákalda staðreynd að ríkisstjórnininni virðist vera drullusama um þetta allt saman, hvar sem menn eru staddir í pólitíska litrófinu.

Það er verið að senda okkur puttann og ekki í fyrsta sinn!