Jæja, ég get ekki setið á mér. Ég var að lesa grein inn á Kynlífi (sem á heima hérna), um hvað sé að íslensku réttarkerfi. Þar tekur höfundur fyrir nýlegt mál þar sem karlmaður er dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að bera kynfæri sín fyrir unga telpu. Allir virðast vera á einu máli um að maðurinn sé réttdræpur og ætti að sitja inni í nokkur ár. Ég er þessu hjartanlega ósammála. Reyndar minnist hann á eldra mál þar sem ungur karlmaður fékk 3ja ára dóm fyrir að limlesta, nauðga og niðurlægja stelpu með því að láta hana éta sinn eigin saur og hneiklast á því. Ég er hjartanlega sammála því, það er móðgun við fórnarlambið og aðstandendur hennar hvernig sá dómur var. En ég ætla ekki að taka það fyrir hér, heldur bara almennt um þessi mál. Ég tek það fram í upphafi að ég styð EKKI nauðgara og þetta er á engan hátt grein til að “réttlæta” ef hægt er, þeirra hegðun í þeim tilfellum sem þeir eru sekir.

Í þeim tilfellum, þar sem SANNAÐ þykir að þeir SÉU sekir, að þá er 10+ ára fangelsi ekki svarið. Þeir fá hvort eð er reynslulausn, fara út, og haga sér eins. Það á að leggja þá inn á geðsjúkrahús og hjálpa þeim. Fangelsi er ekkert svar. Oftar en ekki haga nauðgarar sér eins og þeir gera vegna þess að þeir hafa lent í því sjálfir og/eða þeir telja sig eiga eitthvað sökótt við samfélagið og/eða fórnarlambið. Við stingum þeim í fangelsi (of stuttan tíma miðað við brotið) og þeir fara út úr því aftur, reiðari heldur en áður við allt og alla og fara út í hefndarhug. Þið hljótið að sjá að þetta hefur keðjuverkandi áhrif. Aðeins með því að lækna þá sem haga sér svona, getum við minnkað og spornað við nauðgunum.

Það eru margir sem bitchast yfir því hve erfitt það er að vera fórnarlamb nauðgara. Lítil aðstoð frá hinu opinbera, lítil hjálp og enginn vorkunn. En þarf ekki svo að vera? Er það eðlilegt að þó að stelpa segist vera nauðgað, að allir standi með henni og meintur nauðgari er fyrirfram dæmdur? Það er ekki réttvísi. Það er ekki hlutverk lögregluyfirvalda og dómskerfisins að vorkenna fórnarlambinu. Til þess eru Stígamót, sálfræðingar og aðrir aðstandendur sem að málinu koma. Hvað ef svo stelpan er ekki heil á geði, eða er illa við manninn og lýgur upp á hann nauðgun, eða var of full og ýkti aðeins of mikið. Líf stráksins er búið.

Það sem ég er að fara með þessu, er að við verðum að líta á hlutina hlutlaust, kanna málið og dæma út frá því. Það liggur engin vafi á því að nauðgun er hræðilegur glæpur, mér býður við honum, en við megum ekki einblína á fórnarlambið, sama hversu bágt það á.

Svona hefði ég viljað höndla þennan “gæja” sem vitnað var í hér að ofan sem fékk bara 3ja ára fangelsi.

1. Leggja hann inn á geðsjúkrahús í xx mörg ár (algjört lágmark 5 ár eða þar til hann hefur sýnt framför).
2. Fangelsa hann í 10 ár og láta hann fá sálfræðitíma.. vikulega eða eftir þörfum
3. Láta hann greiða fórnarlambinu allan þann hugsanlega skaða sem hann hefur gefið henni, og hann GETUR borgað. Þá meina ég fyrir sálfræðitíma, læknishjálp og svo fram eftir götunum. Hann getur ekki bætt fyrir þann skaða sem hann setti á sálarlíf hennar, heldur ekki með því að sitja ævilangt inni. Þá gerir hann þetta bara aftur.
4. Ekki hleypa honum út fyrr en það er augljóst að hann hefur unnið úr sínum málum og hafa hann í strangri gæslu eftir að hann kemur út.

Hvað varðar pervertinn sem fékk 45 daga SKILORÐ, hefði ég hent honum inn á geðsjúkrahús líka og eins greiða allan þann kostnað sem fórnarlambið verður fyrir.

Takk fyrir mig!