Þetta eru náttúrulega gamlar fréttir, frá því í GÆR, þe úr Fréttablaðinu (sem nú hefur fengið nýjan ritstjóra) en…..
Utanríkisráðuneytið hefur nú upplýst að 540 millur voru greiddar fyrir húsið í Tókýó sem nota skal sem sendiráð. Svo var “lagað til” fyrir 230 millur því auðvitað þarf allt að vera þokkalega snyrtilegt. Gefið hafði verið upp að húsið væri 800 fermetrar en það er víst þúsund og þykir mér það bara alveg nóg. Húsið hafði nú staðið ónotað í tvö ár svo það er skiljanlegt að það hafi þurft að þrífa, en……230 millur?
Húsið er þrjár hæðir og kjallari. Neðst er íbúð ritara, ásamt geymslum og starfsmannaaðstöðu. Svo eru sendiráðsskrifstofur og síðan sérstök móttökuhæð. Efst er íbúð sendiherrans (Ingimundur Sigfússon, fyrrv. Stóri í Heklu hf).
Þykir mér verð á húsnæði nokkuð hátt í Tókýó um þessar mundir, því er ekki að neita. En tvennt vakti sérstaka athygli mina og þykir mér nóg um það sem á góðri íslensku kallast: fokkíng bruðl. “Þar sem lítil sem engin lóð fylgir húsinu var á þaki hússins sett upp einföld aðstaða til útiveru, enda er þakið flatt og útsýni þaðan gott”, segir rekstrarstjóri utanríkisráðuneytisins. Já-há, segi ég. Það var nú aldeilis indælt. Skiptir nú örugglega ekki máli með nokkrar millur til eða frá. Og svo var annað: Búnaður og áhöld í ÞRJÚ eldhús hússins kostaði TUTTUGU millur (það er hægt að kaupa snyrtilega íbúð, fullhlaðna eldhús- og borðbúnaði í Rvk fyrir 20 millur). Hvað ætlar Ingimundur eiginlega að bjóða gestum sínum uppá? spyr ég nú bara. Þess má geta að húsgögn voru keypt hjá Á. Guðmundssyni og það er nú fínt og listmunir og fleira etir íslenska hönnuði var fengið á “ýmsum stöðum”. Styð íslenskar listir og íslenska húsgagnaframleiðendur en ekki íslenska utanríkisráðuneytið.