Mannanafnanefnd samþykkir Marthen en hafnar Nielsi.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnöfnin Marthen og Jóndór auk kvenmannsnafnið Annía. Karlmannsnafninu Niels var hafnað sem og kvenmannsnafninu Christine á fundi nefndarinnar á fimmtudag. Í rökstuðningi fyrir höfnun á nafninu Niels segir að það teljist ekki vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki teljist vera hefð fyrir slíkum rithætti í sambærilegum nöfnum.

Þá segir í skýrslu nefndarinnar, sem birt er á vef stjórnarráðsins, að eiginnafnið Marthen teljist vera ritmynd af eiginnafninu Martin en hefð er fyrir slíkum rithætti í sambærilegum nöfnum.

Nefndina skipa Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Hvernig er það eiginlega, finnst ykkur rétt að fólk úti í bæ fái að ráða því hvað maður skíri barnið sitt??

Er þetta ekki úrelt fyrirbæri?
Eða nauðsynlegt til að fólk sé ekki að “kvelja” börnin sín með einhverjum fáranlegum nöfnum? (sem að reyndar eru oft samþykkt af þessarri nefnd).
kveðja