Flugvél hrapar í NY. Heimurinn fer á panikk á ný. Var þetta slys eða var þetta hryðjuverk.

Sem betur fer bendir fátt til þess núna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. ath greinin er skrifuð kl 17:30 12. nov 2001 þannig þegar þið lesið þetta þá verður kannski eitthvað nýtt á nálinni. En það er annað.

En setjum þetta upp eins og um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Af hverju var þessu þá beint á Queens sem er íbúðarhverfi ?

Af hverju var töf á vélinni áður en hún fór í loftið ? (hef óáreiðinegar heimildir um það)

Og ekki síst, af hverju sá menn hreyfilinn losna áður en flugvélin hrapaði ?

Þetta gæti að sjálfsögðu hafa verið enn eitt brilliant skipulagða hryðjuverkið. Sprengja sett í hreyfilin af “spilltum” flugvélavirkja sem hafði verið stillt á sérstakan tíma.

Ef svo er þá hefðu hryðjuverkamennirnir ekki þurft að fórna eigin mönnum.

Af hverju Queens? það er bara tilviljun, einhver staðar þurfti flugvélin að krassa og málið var kannski ekki að sprengja eitthvað sérstök, eki lama viðskipti eins og með árásinni á WTC. Það nægir að ein flugvél hrapi og allt fer í klessu, dow jones lækkaði um 200 stig eða eihva álíka eftir árásirnar. Þetta hefur svo gífurleg andleg áhrif á fólk.


En ég setti þetta bara fram, ég ætla ekki að halda því fram að um hryðjuverk sé að ræða. Þangað til annað er ljóst þá tel ég þetta slys á óheppilegum tíma.

Saklaus er maður uns sekt er sönnuð