Hvað eða hvenær fór allt úrskeiðis??? Ég hef verið að velta svolitlu fyrir mér og vona að þið getið hjálpað mér í því að fá niðurstöðu í þessu.

Fyrra heimstyrjöldin átti upptök sín að rekja í því að Þýskaland var orðið of mikið veldi í Evrópu og voru Þjóðverjar að vonast til þess að geta orðið nafli alheimsins og vonuðust til þess að geta stjórnað honum eftir sínu höfði. Aðrar Evrópuþjóðir óttuðust þetta og vildu alls ekki að Þjóðverjar ykju við völd sín. Þannig upphófs stríðið.

Seinni heimstyrjöldin var eins og “afleiðingarvilla” fyrra stríðsins. Eftir að Þjóðverjar voru bugaðir voru settar of miklar og strangar hömlur á þá og að lokum sprakk allt í loft upp og átökin hófust að nýju.

Nú er það spurningin:
Hvernig stendur á því að Bandaríkjamenn virðast alltaf geta aukið við völd sín og það lýðst að þeir séu sjálfskipaðir alheimslögreglumenn, eins og ekkert sé sjálfsagðara??? Ekki það að ég vilji heyja stríð gegn þeim, en ég er algjörlega á móti þessari utanRÍKISstefnu hjá þeim. Er orðið of seint að stöðva þessa vitleysu og hvernig í ósköpunum stendur á því að Evrópu þjóðirnar standa bara eins og einhverjir vitskertir álfar og segja ekki neitt?
- www.dobermann.name -