Al-Jazeera Al-Jazeera er fréttastofa í Quatar sem sér aðallega um að tilkynna fréttir Mið-Austurlandanna. Hún byrjaði árið 1996 sem lítil stöð sem lýsti umræður um hversdagsmál í Mið-Austurlöndunum en hélt áfram að vaxa og varð að stórri fréttastofu. Áður en Al-Jazeera hóf sinn gang var ekki neitt um að vera í sambandi við alþjóðarsjónvarp í fullt af löndum, þar sem borgarar margra þjóða horfðu bara á innanlands-stöðvar. Annað sem hún gerði var að hún gaf ákveðið tjáningarfrelsi sem hafði ekki sést víðsvegar um Mið-Austurlöndin. Stöðin fékk ákveðna gagnrýni frá þjóðum og þá aðallega frá ríkisstjórnum þar sem hún gagnrýndi þær fyrir mistök og glæpi. Al-Jazeera lýsti yfir því að vera eina stöðin í Mið-Austurlöndunum sem fjallaði um stjórnmál og þegar borgarstríðið í Lebanon hófst endaði Al-Jazeera með því að vera vinsælasta fréttastofan fyrir vel gerða lýsingu stríðsins. Það sem gerði hana vel þekkta í Vestur-hluta heimsins var þegar hún birti myndbönd al-Qaeda leiðtoga eftir árasirnar 11. september.

Í mars, 2003 byrjaði stöðin að teygja sig lengra í heiminn og hóf enska útgáfu af fréttum, eftir að stríðið í Írak hófst. Hún réð aðallega Breska fréttamenn og þýðendur frá BBC til að vinna hjá Al-Jazeera. Margir arabar telja Al-Jazeera vera mjög góða fréttastofu vegna óhlutdrægrinni fréttamennsku sem hún gefur, miðað við fréttamennsku sem kemur frá ríkisstjórnum ákveðnra þjóða. Stöðin hefur ekki bara verið undir munnlegri árás frá gagnrýnendum, heldur hefur líka verið sprengt tvisvar af Bandaríkjamönnum. Einu sinni 13. nóvember, 2001 í Kabul og aftur 8. apríl 2003 í Baghdad.

Fréttastöðin er nýbúin að halda uppá 11 ára afmælið sitt og sýnir nú 6 hliðar af heiminum. Venjulegar fréttir, íþróttir, Mobasher (líkt og Alþingisbirtingin á Íslandi), barnastöðin, enska útgáfan og fræðslumyndir. Framtíð Al-Jazeera hefur í sér nýtt tungumál (Urdu), fyrir Suður-Asíubúa og líklegast tónlistarstöð og alþjóðar-fréttablað. Sjálfur ég hef horft á þessa stöð og mér finnst þetta vera ágætis tilbreyting af vestrænni fréttamennsku (ekki að hún sé eitthvað slæm) og ágætis fræðsluefni.

Thank you very nice
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”