Ég er ein af þeim sem hef gaman af að fylgjast með umræðum sem fara fram á huga.is en ég verð að segja að oftar en ekki blöskrar mér það virðingarleysi fólks gagnvart sam“hugum” sínum þegar það er að skrifa svör við annara manna greinum. Það er eins og einhver hópur þeirra sem stundar huga geri það með þeim einum tilgangi að vera dónalegir og rífast. Máli mínu til stuðnings nefni ég umræðu sem nú er í gangi þar sem ung stúlka spyr hvort að það sé eðlilegt að muna eftir öllum sem maður hefur kysst, hún geri það allavega ekki. Hvernig eru svo svörin? Drusla, hóra og þar fram eftir götunum. Mér finnst þetta ekki beint málefnalegt.

Önnur umræða, öllu skondnari, hefur átt sér stað undanfarna daga. Þar kom maður inn á huga.is og lýsti frati á íslenskukunnáttu hugverja. Þessi grein er greinilega búin að valda mörgum hér gríðarlegu hugarangri og það er engu líkara en fólk sem stundar huga hafi ekkert betra að gera en að pirra sig á því sem einhver annar skrifar. Fyndnast fannst mér samt þegar maðurinn lýsti því yfir að greinin hefði verið grín og að honum hefði bara langað til að pirra fólk.

Ég þekki mann sem að fékk sér notendanafn á huga og skemmti sér svo við það að skrifa inn greinar til þess eins að hleypa umræðum upp í æsing. Mér finnst sá maður persónulega ekki vera merkilegur pappír og það sem hann gerði ekki gáfulegt en samt sem áður var allt of auðvelt fyrir hann að skemma móralinn hérna og æsa fólk upp.

Mér finnst perónulega ógeðslegt þegar verið er að kalla fólk hér inni misgeðslegum nöfnun, rægja það og jafnvel nafngreina. Hvað er eiginlega málið? Er fólk búið að gleyma því að flestir sem hér eru koma hingað í sínum eigin frítíma til þess að hafa gaman af samskiptum við annað fólk og jafnvel taka þátt í góðum rökræðum sem eru Nb. ekki það sama og skítkastið sem margir hér virðast stunda? Er ég sú eina sem finnst hugi.is vera að missa sjarmann vegna þeirra leiðinda sem hér vilja oft skapast?


~An eye for an eye and everyone will go blind~

-Gandhi-


Kveðja,
logandi