Þetta mál og önnur eins og afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum voru samþykkt af allsherjarnefnd þingsins þann 16. mars.

Ég tek þessu hvoru tveggja fagnandi og það sést að margir eru á sama máli ef Moggabloggið er skoðað til hlýtar. Það er ágætt að menn eru farnir að gera eitthvað í þessu málum og er það að miklu leyti að þakka honum Ágústi Ólafi varaformanni Samfylkingarinnar. En hann hefur talað fyrir þessu máli á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu.

En það má hins vegar spyrja sig hvers vegna aldurinn var ekki færður úr 14 árum í 16. Víðast hvar í Evrópu er þessi aldur 16 og ennþá hærri í Bandaríkjunum. Þróunin er orðin slík að ekkert tiltökumál þykir í dag að hafa stundað kynlíf fjórtán ára gamall en ég held að flestir geti verið sammála um það að 14 ára eru flest bara börn. Það væri ágætt ef þau fengju því að vera börn aðeins lengur og geyma kynlífið þar til betri þroska er náð.

Ég las nokkur góð orð um þetta málefni á einu Moggablogginu og langar að hafa þau með hér:

Það hefur verið svívirða lengi á Íslandi að 14 ára eigi börn að teljast kynferðilega sjálfráða, þannig að þegar þeim aldri væri náð fríaði það fullorðið fólk ábyrgð á kynathöfnum sínum með börnunum ef þau hafa fengist til að samsinna.

Það er enginn að tala um að þessi mörk séu notuð gegn jafnöldrum en þessi lágu mörk gefa fullorðnu fólki sem misnotar ungmenni óþarfa réttlætingu löggjafans.


Þá var eitt sem mig langaði að bera undir Huganotendur í ljósi þessa breytinga.
Í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að hækka samræðisaldur úr 14 árum í 15 væri þá ekki við hæfi að hækka aldurstakmarkið inn á kynlífsáhugamálið líka, þessu til samræmis?

Þið getið lesið fréttina af mbl hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1259528
Auk Moggabloggsins.